29.1.2011 | 19:07
Getur EINHVER úr ríkisstjórn útskýrt ávinningin af þessu?
Með síaukinni skattpíningu atvinnulífs og einstaklinga dregst saman einkaneysla og möguleikar atvinnurekenda að ráða fólk til vinnu. Það er ekki bara sparnaður sem eykur hagsæld, enda er lítið um sparnað þegar raunvextir á innlánsreikningum eru neikvæðir.
Neyslan hefur mikil áhrif á atvinnulífið og umhverfið allt. Neyslan skapar atvinnu á svo margan hátt. En með aðferðum ríkisstjórnarinnar er þessi nauðsynlega innspýting í atvinnulífið brotin á bak aftur.
Á tímum niðursveiflu er það skylda ríkissins að skapa atvinnu og þar með að auka hagsæld og ýta undir hagvöxt. Aðgerðir ríkisins eru þver öfugar.
Og hver er ávinningurinn? Svimandi háar upphæðir sem leggja þarf út vegna atvinnuleysis. Sparnaður vegna niðurskurðar núllast út þegar horft er á þessar staðreyndir. Skatttekjur minnka í raun þegar einstaklingar geta ekki greitt skatta, geta ekki neytt þeirrar vöru sem áður sköpuðu tekjur (virðisauka).
Það sem verst er - hagvöxtur minnkar. Við lendum í vítahring þar sem ríkisstjórnin kemur í veg fyrir að nauðsynlegu fjárflæði sé veitt í hagkerfið sjálft til að halda því á lífi.
Hversu mörg störf væri hægt að skapa fyrir þessar upphæðir? Störf sem mundu leiða af sér auknar tekjur og skatttekjur til ríkissjóðs?
Það væri vert að fá rökstuðning fyrir því hver er ávinningurinn með slíkum fjárlögum.
70,3 milljarðar í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég held þú talir fyrir frekar daufum eyrum ef þú ert að reyna að ná áheyrn ríkistjórnarinnar og höggva eftir aðgerðum hennar í að skapa atvinnu.
þessi upphæð sem atvinnulausir fá, um 130 þús útborgað - er langt frá því að vera næg framfærsla, og hvað þá að eiga að þurfa að lifa af henni í einhver ár eins og margir hafa upplifað.
en það virðist vera allt annað mikilvægara hjá alþingismönnum , t.d að koma okkur í meiri skuldir með að sýna óeðlilegan áhuga á því að láta almenning borga skuldir einkavædds fallins banka, eða eins og er, er í tísku að rífast um stjórnlagaþing.
mér finnst samt vera teikn á lofti sem eru lítið rædd, og þau eru að það virðist vera mikið reynt að koma fólki í nám og svo á námslán, nema bara málið er að það er aðeins lánað fyrir þeim tíma sem nám er, og það er bara um 8 mánuði af árinu eða svo, og hvað á maður að gera restina af árinu, hvar fær maður framfærslu fyrir að ná endum saman eins og atvinnuleysið hefur verið ?
svo er maður að heyra alþingismenn segja í fréttum að þeim beri ekkert að sjá fólki fyrir vinnu, samt er ísland aðili að allskonar sáttmálum og fínerí þar sem talað er um rétt fólks til vinnu og fleira. t.d má sjá einn þannig hér. og spes að alþingismenn virðast ekkert vita um þetta. http://www.althingi.is/lagas/138b/1976003.html
GunniS, 29.1.2011 kl. 20:48
Tala ekki allir fyrir daufum eyrum sem krefjast réttlætis hérna? Á maður þá bara að þegja?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.1.2011 kl. 18:13
nei segi það nú ekki, en ég held það þurfi ansi mikla hugarfarsbreytingu til að við komumst upp úr því að vera aðeins um 300.000 manna þjóð. t.d þarf að skapa hér miklu fleiri störf til að það geti gerst.
GunniS, 31.1.2011 kl. 19:39
Jú jú - það var einmitt eitt af því sem ég taldi upp. Ríkið ætti að fara í atvinnu uppbyggingu. Ekki niðurrif.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.2.2011 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.