Gjörið svo vel ríkisstjórn - hvað ætlið þið að gera?

Þá er það opinbert og alls ekki óraunhæft.

Samkvæmt þessu þurfa skattleysismörk að liggja í 292 þús sem ættu að vera lágmarkslaun. Barnabætur með hverju barni þurfa að nema um 70 þús á mánuði ef við tökum tillit til meðlags uppá 21 þús. Mæðralaun (sem tekinn er af fullur skattur í dag eins fáránlegt og það nú er) væru þá til að dekka restina.

Þetta þýðir ca 200% hækkun á atvinnuleysisbótum og ca 55% hækkun á barnabótum. Svo er það tekuskatturinn og persónuafslátturinn. Það má ekki skerða neysluviðmiðið með því að hirða af því skatta.

Hvað eru atvinnuleysisbætur í dag? Held að móðir með 2 börn fái þetta kannski 140þús og auðvitað er hirtur skattur af því.

Hvað ætlar nú okkar ágæta ríkisstjórn að gera? Skrifa óútfylltan tékka til Breta og Hollendinga? Eða kannski stuðla að mannsæmandi lífi hér á Íslandi?

Þetta fer að verða verulega spennandi - hvernig snúa flokkarnir sér útúr þessu? Hvaða kjaftavaðal skyldum við fá í hausinn?


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl það dugar engin kjaftavaðall lengur nú verðum við að grípa inní sjálf því að stjórn og stór hluti stjórnarandstöðu eru búin að taka stöðu gegn okkur!

Sigurður Haraldsson, 7.2.2011 kl. 17:28

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað sérðu ágætt við þessa ríkisstjórn? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2011 kl. 23:29

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Akkúrat ekki neitt - smá kaldhæðni......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.2.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband