22.2.2011 | 17:43
Tapsárasti maður Íslandssögunnar?
Ég veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.
Er maðurinn að grínast?
26. grein
Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
Ekki hugnaðist ríkisstjórninni Stjórnlagaþing? Sei sei nei. En nú vill fjármálaráðherra veitast að Forseta Íslands og neitunarvaldi hans. Vegna þess að hann vildi ekki samþykkja samningana sem Fjármálaráðherra stendur og fellur með (fyrirgefðu - hann er eiginlega löngu fallinn).
Þetta er alveg nýtt tvist hjá Steingrími og maðurinn er að toppa sjálfan sig.
Finnst einhverjum skrýtið að fólkið hafi ekki trú á Alþingi og ríkisstjórninni?
Er það ekki einmitt þess vegna sem Forseti vor vísaði lögunum til almennings? Eins og hann sagði sjálfur á sinn hátt - það er sama ríkisstjórnin og sat þegar fyrri lögunum var hafnað af þjóðinni, sem leggur nú fram nýjan samning.
Þessi ríkisstjórn hefur að þessu leyti verið dæmd vanhæf áður til að fjalla um þetta mál - af þjóðinni. Hún hefði því átt að víkja og láta aðra taka að sér þessi mál. En hún kaus að gera það ekki - fast límd í stóla sína. Það er því eðlileg ákvörðun að beina málinu á lýðræðislegan hátt til þjóðarinnar.
Hvað er það aftur kallað ef að ríkisstjórnin vegur að forsetaembættinu?
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einn skrifaði "Fölskylduharmleikur, Bjarni og Steingrímur SKOÐANNABRÆÐUR!" og ég skellihló, þetta fólk er helsjúkt og þarf að koma frá með öllum tiltækum ráðum og þessi grein verður aldrei felld úr gildi! enginn ríkisstjórn skal koma því í gegn að taka lyðræðið af fólki!
Sævar Einarsson, 22.2.2011 kl. 18:07
Algjörlega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 19:23
Vakna! Allir að skora á Forseta Íslands að tafarlaust rjúfa þing og efna til nýrra kosninga!
Óskar Arnórsson, 22.2.2011 kl. 20:41
Bjarni hefur talað fyrir stjórnarskrárbreytingum, án aðkomu stjórnlagaþings og ef út í það farið, verið fylgjandi breytingu á 26. greininni í einhver ár.
En kannski er það athyglisverðast við þetta allt saman, að þau viðmið sem nefnd hafa verið sem skilyrði fyrir því að mál fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, eru innan þeirra marka, eða aðstæðna sem sköpuðust bæði á þingi og í undirskriftasöfnunum fyrir báðar synjanirnar á Icesave.
Það er að minnihluti þingmanna, þá væntanlega alveg niður í 30 -35% geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er sá fjöldi atkvæðisbærra manna er fram á slíkt geti farið, samkvæmt þeim viðmiðunum, mjög áþekkur þátttöku í undirskrifasöfnunum vegna Icesave.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.2.2011 kl. 21:12
Almenningur mundi aldrei samþykkja það. Stjórnarskrá er fyrir almenning jafnt sem aðra.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.2.2011 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.