Frekari skuldsetning eða bjargráð fyrir sveltandi þjóð!

Það er ömurlegt að lesa þetta. Það ömurlega er - þetta er satt.

Meðan ríkisstjórnin rembist við að fara eftir óráðum AGS til að erlendir lánadrottnar fái sitt úr þjóðarbúinu má landinn svelta. Skattahækkanir eru komnar á það stig að einstaklingar eru að sligast. Skattahækkanir í landi þar sem atvinnuleysi eykst sífellt, vöruverð hækkar - allt hækkar.

Nema laun og bætur.

Bæturnar skerðast frekar ef eitthvað er. Fjöldi fjölskyldna lifir á tekjum sem eru langt undir neysluviðmiðum. Þetta fólk þarf engu að síður að greiða tekjuskatta af sínum lágu launum ásamt því að reyna að framfleyta sér og sínum á meðan kaupmáttur rýrnar á hraða ljóssins.

Hvernig haldið þið að þetta verði svo ef Icesave skuldir bætast á þjóðarbúið og áframhald verður á niðurskurði og skattaálögum?

Það eru til leiðir útúr þessum ógöngum - leiðir sem ekki hugnast AGS.

Fólkið í landinu verður að fara að opna augun fyrir því sem er að gerast allt í kringum það. Það er verið að drepa þjóðina - hægfara Harakiri með trésleif. Neyðin er allsstaðar á meðan elítan heldur uppi sínum hræðsluáróðri og fölskum loforðum.

Hjálp!


mbl.is Svelta sig svo börnin fái mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

hvernig væri að skora á alþingismenn eða forsætisráðherra að sýna það að þeir geti lifað af atvinnuleysisbótum sem eru útborgaðar 130.000 í 3 til 6 mánuði. 

GunniS, 5.3.2011 kl. 15:42

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hah - ég sæi það í anda. Þó svo þeir hefðu verulega gott af því að reyna það. Málið er að fólk sem hefur allt til alls hefur engan hvata til að átta sig á neyð hinna bágstöddu. Hvað þá að gera eitthvað í því.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.3.2011 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband