Hvernig ber að sanna ofbeldi?

Í síðasta mánuði lásum við í blöðunum um dóm sem var einsdæmi. Kona sem hafði flúið með börn sín hingað, en faðir krafðist að fá þau til baka - fékk náð fyrir augum dómsins.

Afhverju? Jú - hún var með morðhótun uppá vasann - frá föður barnanna. Slíkt telst sönnun.

Við lásum líka í síðasta mánuði um konu sem flúði hingað með dætur sínar. Um ofbeldi og aðstæður þeirra í Danmörku (sennilega ósannanlegt samkvæmt dómi). Þeirri konu var gert að hverfa aftur til ofbeldismannsins með telpurnar. Í kjölfarið lásum við bréf eldri sonar hennar sem hann sendi til alþingismanna. Þar sagði drengurinn sína sögu ásamt því að nú yrði fjölskylda hans tekin af honum þar sem móðir hans vildi ekki láta hann verða vitni að þessu ofbeldi meir. Hann bað fjölskyldu sinni griðar.

Hvert var svarið?

Hvernig sannar foreldri andlegt og líkamlegt (eða annaðhvort) ofbeldi fyrir dómstólum? Þetta er oft mesta og stærsta leyndarmálið. Haldið leyndu uns allt fer úr böndum. Fæstir kæra maka sinn eða láta taka af sér skýrslu. Dómstólar viðurkenna ekki sjúkdóminn alkóhólista/fíkil og/eða meðvirkni. Þó vita allir hversu andlega skemmandi þessi sjúkdómur er og hve alvarlegur. Stjórnleysið og stjórnsemin. Einmitt það sem sendir börnin okkar skemmd jafnvel ævilangt út í lífið.

Á sama tíma og við lesum þessar sögur er barnaheill að berjast fyrir börnum sem þurfa að búa við hvers konar ofbeldi á heimilum. Hjá barnaverndarstofnunum má sjá bæklinga þess efnis að ofbeldi sé ekki liðið.

Hver ætlar þá að hindra það og hvernig? Dómstólar gera það ekki - til þess eru lögin of þröng. Sjónarmið ungra barna er ekki virt - ákvarðanir eru teknar fyrir þau. Ekki er hlustað á eldri börnin - það gæti einhver verið að hafa áhrif á frásögn þeirra.

En þegar upp er staðið. Hver fer í forsjármál? Eru það foreldrarnir (þá báðir) sem geta sett sig í spor barnanna og virt þeirra þarfir? Unnið saman að farsælu uppeldi?

Nei. Það er eitthvað að. Annars væru fullorðnir einstaklingar ekki að ganga í gegnum það ómannúðlega ferli sem forsjárdeila er. Það hlýtur í flestum tilfellum eitthvað að vera að í þessum tilfellum. Eitthvað sem ekki er hægt að sanna á það afgerandi hátt að dómstólar taki mark á því. Eitthvað sem mögulega væri hægt að sjá ef allar vísbendingar væru teknar góðar og gildar. Eitthvað sem hægt væri að forða börnunum frá ef það væri ekki tekið sem víst að þeirra frásögn væri "misvísandi".

Okkur er sagt að hlusta á börnin okkar - en þegar upp er staðið, þá gerir það enginn sem hefur raunverulegt vald til að koma þeim til hjálpar.

Hér þarf að skera upp herör - því enginn utanaðkomandi þekkir raunverulegu söguna.

Börn hafa rétt á báðum foreldrum - eiga að hafa ást beggja foreldra. En ef upp kemur deila af þessu tagi, þá er bara eitt - og einungis eitt - sem dómstólar gætu gert með réttu.

Krefja annan eða báða einstaklingana um að sækja sér utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga til lengri tíma - minnst tveggja ára. Þannig gætu dómstólar virkilega hjálpað börnunum og stuðlað að öryggi barnanna með heilbrigðum foreldrum. Báðum foreldrum.

Meðan það er ekki gert og ekki tekið mark á vísbendingum - þá má vel búast við að börnin sé send í hættuástand - eða í aðstæður sem erum þeim ekki til góða. Auðvitað er þetta ekki algilt og á ekki við í öllum tilfellum. En hvernig er hægt að dæma um það á svona þröngum forsendum?

Gerum markmið Barnastofu raunverulegt - tökum á vandanum.


mbl.is Gert að afhenda börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki hlustað á börnin í kerfinu!

Utanaðkomandi aðstoð já! En kerfis-þjónarnir eru með alla sína arma úti til að skaffa þessa "utanaðkomandi" aðstoð!

Það er stóri vandinn! Kerfið er allt samtengt og vinnur saman að þessu viðbjóðslega svika-kerfi sem níðist á réttindum barna!

 Til að börnunum verði borgið, þurfa allir að segja frá svikum alls kerfisins!

 DV er komið af stað með t.d. skóla-eineltið í Hveragerði á 11 ára dreng, og nú þarf bara að rúlla boltanum áfram!

 Segið frá andlegu og líkamlegu ofbeldi á börnum t.d. í grunnskólum landsins, Íslendingar!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2011 kl. 22:03

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

DV hefur líka verið að segja frá þeim sem komu vitlaust forritaðir út í lífið vegna heimilisofbeldis. Það á að segja frá öllu sem viðkemur börnum og taka á því.

En það er einn stór munur. Það fer enginn í réttarsal vegna eineltis. Foreldrar barna sem verða fyrir einelti er ekki neitað að vernda þau og ekki dæmd til þess að senda þau aftur í eineltið.

Þessvegna er ég ekki að tala um einelti við þessari frétt. Ég er að tala um að dómsstólar taka valdið af foreldri til að jafnvel senda barn aftur í hættulegt umhverfi - og foreldrið, það sem börnin treysta á - geta ekkert gert.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.3.2011 kl. 22:09

3 identicon

Já, auðvitað ætti að nægja að konan segði bara að maðurinn væri ofbeldismaður til að málið teldist sannað - það liggur í augum uppi.

Borat (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei Borat - ég er ekkert að tala um þetta einhliða. Stundum er konan sú sem ekki er kannski það besta fyrir börnin. Það þarf bara miklu meira en það sem dómstólar horfa á. Sannanir liggja sjaldnast fyrir í svona málum - þ.e. sannanir sem dómstólar taka mark á. En ég er ekki að mæla fyrir konurnar neitt frekar en karlana. Bara að segja það - að það er eitthvað athugavert við þessi mál - eitthvað sem aldrei kemur upp vegna þess að dómstólar horfa bara á "hard core" sannanir sem ekki er hægt að útvega.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.3.2011 kl. 23:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lísa Björk. Þeir sem eiga lögum samkvæmt að vernda börnin og rétt þeirra svíkja börnin í of mörgum tilfellum.

 Og samfélags-skattarnir borga þessu barna-verndar-starfsfólki laun?

 Ég er ekki tilbúin að dæma alla útskúfaða feður án réttar-útskurðar, og þar með svíkja börnin um föður-kærleikann. Sumir þekkja dæmi um hitt og þetta misjafnt, en þannig sögur eiga ekki að ráða úrslitum um hvort börn fá að umgangast feður sína.

 Hvað er að standa sig og hver er dómbær á það hver stendur sig? Standa verndarar barna sig gagnvart réttlætinu hlutlausa? Eða eru Gróusögur látnar ráða gjörðum?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 00:27

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og ekki misskilja mig - hér er enginn að tala eingöngu um feður. En það eru til foreldrar - bæði feður og mæður - sem þurfa hjálp.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.3.2011 kl. 00:58

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fjallað er um málið á DV í dag. Það er athyglisvert og jafnframt aðdáunarvert að sjá að fjölskylda þessarar ungu móðir þorir að koma fram og styðja málstað hennar.

http://www.dv.is/frettir/2011/3/7/haestirettur-hjordis-tharf-ad-skila-daetrum-sinum/

Persónulega hef ég enga trú á að hér sé Gróusaga á ferð. Ég einlæglega vona að þessi litla fjölskylda megi eiga bjarta og góða framtíð fjarri öllu ofbeldi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.3.2011 kl. 10:38

9 identicon

Góður pistill. Ömurlegt að börnin þurfi í þessu tilfelli að njóta vafans... Börnin sem nota bene vilja ekki vera hjá pabba sínum.

Nanna Imsland (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 13:38

10 identicon

Sæl Lísa, gaman að rekast á þig hér. Þetta er mikið rétt hjá þér og gríðarlega erfið og þung mál.

Kem til með að halda áfram að fylgjast með skrifunum hjá þér. Ertu með facebook? Ef svo er þá finndu mig þar.

kveðja

Gulla Úlfars

Guðlaug Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 15:28

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er þar undir Lísa B. Ingólfsdóttir - en ég finn þig ekki Gulla :) Held við verðum að snúa þessu í það að þú finnir mig :)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.3.2011 kl. 22:44

12 identicon

Já þetta er ljótt mál en ég velti því samt alltaf fyrir mér alveg sama hvernig í málum liggur hvernig er dómskerfið að virka. Afhverju gerist þetta aftur og aftur á alla kannta að það klikkar.

Halldór (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 01:01

13 identicon

Lísa Björk. Hvernig ber að afsanna ofbeldisáskanir í forsjár eða umgengnismálum?Eftir að hafa lesið dóminn, þá get ég ekki annað séð en að málið hafi verið í góðum farvegi í Danmörku undir eftirliti dómstóla og sálfræðinga. Faðirinn hafi átt að hafa stigvaxandi umgengni undir eftirliti dómskvadds sálfræðings, þar sem væru metin samskipti og tengslamyndun feðgininna, sálfræðingurinn skili svo af sér skýrslu til dómaranna eftir að hafa fylgts með aðilum málsins í einhvern tíma.Eftir því sem ég þekki til þá eru þetta vandaðri vinnubrögð í forsjárdeilu heldur en eru viðhöfð hér á landi.Ég vil benda þér á að skoða þetta brot úr fréttaþætti frá bbc. Sem fjallar um brottnumin börn.http://www.youtube.com/watch?v=3qU3L1PbYekEf þú horfir sérstaklega á þegar komið er 1,25 mín inn þetta brot úr þættinum þá má sjá móðir sem er að hitt tvo syni sína í fyrsta skipti í einhvern ákveðin tíma og eins og sjá má þá hafa synir hennar afar takmarkaðann áhuga á að hitta hana. Þannig að það er nokkuð ljóst að milli móður og sona í þessu tilviki hafa orðið algjör tengslarof. Við getum líka gefið okkur það að þessir drengir leggji allt traust sitt á föðurinn. Sem flutti þá ólöglega frá Bretlandi til Lybíu.Lybía hefur ekki lögfest Haag samninginn, þessi móðir hefur þar af leiðandi ekki nein úrræði fyrir syni sína og sig, börnin hennar munu verða alin upp í Lybíu burtséð frá forjárhæfni foreldranna eða rétti barnanna til að þekkja báða foreldra sína. (eitthvað sem er jú lögfest í barnasáttmála S.Þ)Viltu að Ísland segi sig frá Haag samningnum og fari í flokk með Lybíu?Hefur þú áhyggjur af því að Danir séu ekki færir um að úrskurða um forsjárhæfni og umgengi við foreldrana?Eftir að hafa lesið dóminn þá er mér ekki ljóst hvort móðirinn eigi að fara til Danmerkur til þess að klára forsjármálið fyrir dönskum dómstólum eða hvort börnin eigi alfarið að fara í umsjá föður meðan málið er rekið.Ég er alveg sammála þér um það að það væri algjörlega galið að senda börnin til föðurins til þess að dvelja þar um lengri tíma.En ég gef mér það að hún verði með börnin hjá sér en faðirinn verði með þau í þeirri umgengni sem kveðið var á um í danska úrskurðinum.Hún mun þá væntanlega fá fulla forsjá yfir dætrunum ef sýnt þyki að það sé það besta fyrir börnin.Þú kommentar við blogg Önnu Sigríðar og segir" Ég vil líka taka fram að börn eru sjaldnast svipt foreldrum - en það er til svolítið sem heitir að börn fari til foreldra með umsjón ef ástand er talið slæmt. Hef aldrei heyrt um algera sviptingu."Þú virðist vera að miskilja Önnu Sigríði algjörlega. Hún er ekki að tala um það þegar dómstólar dæma börn frá foreldrum sínum (Það eru þó til dæmi um það). Heldur er hún að tala um þau dæmi þar sem annað foreldrið ákveður upp á sitt einsdæmi að svipta barn foreldri sínu þ.e hinu foreldrinu sínu og raunar hálfri fölskyldu sinni. Ömmum, öfum, hálfskystkynim, frænkum, frændum e.t.c Þú segir svo " Ef þú hefur raunverulegt dæmi - endilega vísaðu til þess. Mín skrif eru miðuð við reynslu allmargra sem hafa farið í gegnum þetta ferli. Því miður."Ég má kannski benda þér á að lesa þetta til að byrja með http://skemman.is/handle/1946/2958Ég get bent þér á fleiri og verri raunveruleg dæmi ef þú vilt. Því miður.Ég er alls ekki að taka afstöðu í þessu tiltekna máli. En er það ekki best fyrir börnin að þetta mál sé klárað. Hafi móðirnn réttinn sín megin þá sé henni dæmd forsjáin og geti þar af leiðandi flutt til Íslands löglega, með börnin og byggt upp líf fyrir sig og þau hér?Ég er semsagt svona að reyna að átta mig á því hvernig þú vilt höndla svona mál. Viltu að tjáning þetta ungra barnana sem sannarlega ekki vilja hitta föður sinn sé alfarið látin ráða?Börn sem hafa nánast eingöngu verið í umsjá móðurinnar og skiljanlega tengst henni sterkum böndum og líta á hana sem sitt eina foreldri.Dómstólar og sálfræðingar eigi ekkert að koma inn í þessa mynd?Hvað með börn sem búa hjá annaðhvort báðum foreldrum sínum eða öðru foreldri sínu og vilja fá nóg af þeim (einhverra hluta vegna) á að fara eftir því. Finna góða fósturfjölskyldu fyrir börn giftra foreldra og í tilviki einstæða foreldrisins flytja forsjána yfir til hins foreldrisins.Hvað ættu börn að vera orðin gömul að þínu áliti til þess að taka þessar ákvarðanir?13 ára sonur móðurinnar segir t.d í bréfinu sem þú vitnar í " það er mikið um það að pabbar drepi börn í dk og það hef ég séð í fréttum."Er þetta rétt? Er mikið um að feður séu að drepa börnin sín í Danmörku? Meira um það þar heldur en annarstaðar?

Á þetta að vera factor í málinu? Það sé mikið um það að pabbar drepi börnin sín í  Danmörku og þar af leiðandi sé Dönskum dómstólum ekki treystandi til þess að fjalla um forsjármál

Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband