30.3.2011 | 20:22
Og? Þetta segir okkur hvað?
Nákvæmlega ekki neitt svosem.
1. Einstaklingar með mjög há laun skekkja bæði meðaltal og miðgildi.
2. Bætur atvinnulausra (atvinnuleytandi) einstaklinga er ekki í tölunum.
Ef það er verið að slá upp þeirri mynd, þar sem nú eru jú kjarasamningar í gangi, að fólk hér hafi bara allsæmileg laun - svona að meðaltali. Þá er það bara leikur að tölum.
En það er nú einmitt það sem margir virðast gera best - leika að tölum. Hækka ef þarf eða lækka ef það er betra.
Jafnvel fela þær alveg.
ójá.
Regluleg laun 348 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðgildi er þannig að það sleppir toppunum og botninum... agætt viðmið.
" Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 325–375 þúsund krónur"
Er þessi setning kannski blekking líka?
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2011 kl. 21:26
Nei - örugglega ekki. En miðað við þann óhemju fjölda sem lifa á bótum þar sem enga vinnu er að fá þá gæfi betri raunstöðu af því hvað almenningur er að eiga við núna ef þessar tölur hefðu verið settar inn líka - bara til viðmiðunar.
Ástandið er nefninlega ekkert venjulegt.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.3.2011 kl. 21:29
Annars hugsa ég að toppurinn skekki heildarmyndina, en það skekki hana líka þegar botninn er tekinn frá því ansi margir lifa á lægstu launum. Það er vandfarið með þetta. Þyrfti í raun ítarlegri umfjöllun.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.3.2011 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.