Það er framtíðin sem skiptir okkur máli!

Það er einungis eitt atriði sem við getum gert við fortíðinni og hluti sem þegar hafa gerst:

LÆRT AF ÞEIM!

Nú er það framtíðin sem skiptir máli. Framtíðin felst ekki í því að samþykkja Icesave samningana. Þeir koma ekki til með að setja hagkerfið hér í gang.

Framtíðin felst í því að taka réttar og róttækar ákvarðanir. Ekki pólitískar ákvarðanir sem henta öðrum ríkjum, stórveldum, nýlendurisum.....

Ávarðanir sem henta okkur - Íslendingum.

Þegar þjóð fer í gjaldþrot kemur AGS til að ná því sem hægt er fyrir kröfuhafa. Þeir eru ekki hér okkur til hjálpar.

Bankarnir eru ekki okkar bankar - bankarnir eru í eigu kröfuhafa.

Það sem er verst að með lögum 151/2010 gáfu stjórnvöld bönkunum heimild til að uppreikna og útfæra skuldir heimilanna á sinn hátt. Það má ekki gerast. Heimilin lenda þá í höndum kröfuhafa.

Heimilin í landinu eru uppistaða hagkerfisins - þjóðarinnar. Þau, ásamt þeim auðlindum sem við erum svo rík af. Þetta megum við ekki láta af hendi án þess að verjast og berjast.

Tökum róttækar ákvarðanir, neitum að selja okkur í hendur erlendra kröfuhafa. Neitum að gefa frá okkur auðlindirnar. Hættum að trúa því að ESB komi til með að bjarga okkur.

Skoðum möguleika nýs fjármálakerfis, nýrrar myntar. Förum allar þær leiðir sem við getum til að bjarga undirstöðum hagkerfisins - heimilunum okkar, fyrirtækjunum okkar, mannauðnum og ekki síst auðlindunum.

Notum þá menntun sem við höfum til að rísa upp sem þjóð.


mbl.is Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkin fóru ekki í gang eftir kreppuna miklu fyrr en með róttækum umbótum Franklins Delano Roosevelt forseti 1933-37: "New Deal"   http://en.wikipedia.org/wiki/New_Deal

Jörundur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það veit ég vel - og sama má segja um þjóðverja eftir stríð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.4.2011 kl. 17:56

3 identicon

Styð eindregið sýn þína á hvað þarf að gera. Vildi einmitt sýna það.

Jörundur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband