Íslendingar með lokuð augu - nei, klemmd aftur.

Það ætti hver maður að sjá, að viðskiptalíf getur ekki þrifist við skilyrði þeirrar skattlagningar og þeirra gjaldeyrishafta sem hér ríkja.

Það ætti hver maður að vita, að samþykki Icesavesamninga kippir málunum síst í lag.

Hvernig ætti það að vera? Ekki má fella krónuna með því að losa um höftin þar sem samningarnir eru í pundum. Ríkið verður að draga enn frekar saman til að standa í skilum við síauknar skuldsetningar. Það verður gert í gegnum aukna skattheimtu (sem ekki skilar sér þar sem hún er komin yfir toppinn). Fyrirtækin verða undir og skapa ekki atvinnu. Heimilin svelta og geta ekki viðhafið eðlilega neyslu.

Þetta er ekkert afskaplega flókið.

Það er val um fjármálafyrirtækin og kröfuhafana (alla - ekki bara Icesave) eða róttækar aðgerðir fyrir þjóðina. Róttækar aðgerðir eru hinsvegar ekki vel liðnar í pólitík þar sem alltaf er verið að sækjast eftir einhverju sem kemur hinum pólitíska einstakling vel. Hinum pólitíska einstakling kemur ekki vel að vinna gegn fjármagnseigendum - en það er því miður sú staða sem við erum í núna.

Ef bjarga á almenning og þjóðinni verða stjórnvöld að vinna gegn fjármagnseigendum.

Þora þau því?

 


mbl.is Segir ríkisstjórnina standa atvinnulífinu fyrir þrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Lísa, þín leið er þá að segja nei við Icesave, afnema gjaldeyrishöftin og láta krónuna gossa?

Hvernig hyggstu fá stjórnvöld til að vinna gegn fjármagnseigendum?
Ætlarðu að fá Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkinn í stjórn til að koma því í gegn?

Páll Blöndal, 2.4.2011 kl. 02:03

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Reglulega góð spurning Páll. En það verður að horfa til þess að hingað til hafa stjórnvöld gert einum of mikið af því og þess vegna stöndum við í þessum sporum í dag. Þess meðvitaðri sem almenningur verður um þessar staðreyndir, þess meiri von er á því að þjóðin láti á endanum til sín taka og neiti slíkri meðferð.

Það er almenningur sem kýs fólk á þing. Með samstöðu má ná fram breytingum. Gæti tekið tíma, en þarf að gerast.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.4.2011 kl. 14:28

3 Smámynd: Páll Blöndal

Ég var virkilega sáttur við framboð Borgarhreyfingarinnar í síðustu kosningum
og vonaðist satt best að segja að þar væri að myndast vísir að samnefnara grasrótarinnar.

En annað kom á daginn. Örflokkurinn klofnaði í enn smærri einingar.

Ef við viljum róttækar breytingar þurfum samstöðu, eins og þú réttilega nefnir. Fyrir mér er grasrótin allt of lítil og sundruð, enn sem komið er.

Hver er þá næst besti kosturinn?

Páll Blöndal, 2.4.2011 kl. 14:50

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Páll - ég er ekki sammála um að grasrótin sé sundruð. Hún er að eflast. Klofningur Borgarahreyfingar var einmitt vegna þess að gamla flokkskerfið og miðstýringin voru ennþá sterk í hugum manna. Hreyfingin klauf sig frá miðstýringu flokkakerfisins og valdi stjórnar innan flokksins. Þannig á það einmitt að vera. Einstaklingar með sjálfstæða hugsun á þingi - sem huga að hag almennings fram yfir fjármálaelítuna.

Síðan klofnaði VG vegna þess sama.

Einstaklingarnir eru að kljúfa sig frá ofurvaldi miðstýringar flokkanna og það er sýnir einmitt að við erum á réttri leið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.4.2011 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband