Bretar eru merkilegt fyrirbæri - en siðferðið er ekki mikið

Þegar bankar á  Mön og Guernsey urðu gjaldþrota fyrir um 10 árum neituðu Bretar ábyrgð á að bæta sjóðsfélögum þar inneignir sínar.

Svona fjallar Ögmundur um þessi mál á heimasíðu sinni:

"Eitt mál ber hátt í Bretlandi um þessar mundir en það er barátta hundruða þúsunda eftirlaunaþega, sem hafa tapað sparifé sínu úr eftirlaunasjóðum, sem áttu að vera tryggðir af breska ríkinu. Frægasti sjóðurinn er Equitable Life (með eina og hálfa milljón félaga) sem varð nánast gjaldþrota fyrir um tíu árum síðan og hefur síðan verið í umsjón ríkisins. Þann 21. febrúar 2007 var kveðinn upp dómur í London um það að ríkinu bæri að bæta sjóðfélögum tjón vegna skorts á eftirliti yfirvalda annars vegar og hins vegar vegna þess að yfirvöld höfðu gefið það út að ríkið ábyrgðist sjóðinn. Breska ríkið taldi að sú yfirlýsing hefði verið misskilin af sjóðfélögum."

http://ogmundur.is/annad/nr/4684/

Evrópski dómstóllinn úrskurðaði sem svo að Bretar væru að ganga í berhögg við Evróputilskipanir, en Bretar ákváðu að hlýða ekki þeim úrskurði. Ekki heldur úrskurði Mannréttindadómsstólsins í kjölfarið. Enn er þetta mál óleyst.

En á sama tíma ganga Bretar hart að Íslenska ríkinu að viðurkenna ríkisábyrgð á Tryggingarinnistæðusjóði. Án dóms og laga. Á meðan þeir sjálfir harðneyta að bera slíka ábyrgð sjálfir.

http://www.emag.org.uk/

Okkar réttur hlýtur að vera sá að fá úr því skorið hver réttarstaða ríkis, sem þurfti að horfa fram á alsherjar bankahrun, er í málum sem tengjast ríkisábyrgð á einkabönkum. Þjóð okkar stendur ekki undir þessum ofurálögum. Heimilin og almenningur mun sogast niður í gífurlega neyð sem mun fylgja aukinni skattheimtu, álögum og niðurskurði. Þó er ekki útséð með að ríkið geti staðið undir þessari miklu skuldsetningu og síðan aukinni skuldsetningu. Væntanlega þarf ríkið að taka lán fyrir vaxtagreiðslum og ekki má gleyma að önnur lán, t.d. barnalánið svokallaða er á gjalddaga 2016.

Svo ég vitni nú í greinina þá eru þessi orð Hudsons lýsandi fyrir það sem við getum séð fyrir okkur hér: "Íslendingar hafa fyrir framan sig nokkur góð dæmi um það hvað getur gerst þegar hagsmunir fjármagnseigenda og banka eru teknir fram yfir hagsmuni almennings. Í Grikklandi, Portúgal og í Bretlandi hafa hundruð þúsunda mótmælt því að í kreppunni eigi almenningur einn að borga brúsann, bæði í formi hærri skatta og minni opinberrar þjónustu. Írland, sem ábyrgðist allar skuldbindingar sinna banka, sér nú fram á áratuga langt tímabil stöðnunar eða efnahagslegs samdráttar með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. "

Búferlaflutningar frá Íslandi eru í sögulegum hæðum og hvatinn til að þrauka þorrann hérlendis fer æ minnkandi. Almenningur einfaldlega getur ekki staðið undir þessu.

Róttækari aðgerða er þörf - og það strax.

Það er vel þess virði að lesa vel þessa grein Hudsons sem hefur eytt miklum tíma í að skoða fjármálakerfi heimsins og hvernig þau eru ekki að virka með skilvirkum hætti.

 Fjármálakerfin þarf að endurskoða.


mbl.is Skuld sem ekki er hægt að borga verður aldrei borguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Flott færsla og til hamingju með stjórnarkjörið.

Marinó G. Njálsson, 7.4.2011 kl. 12:45

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þakka þér fyrir Marínó. Það er verk að vinna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.4.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband