Hef mikið dálæti á Evu Joly

Það er notalegt að lesa orð Evu Joly þar sem hún á rökréttan hátt skorar á Íslendinga, þessa litlu þjóð, að spyrna fótum við ægivaldi fjármálafyrirtækja og þeirri tilhneigingu þeirra að láta almenning borga fyrir mistök sín.

Ég verð að viðurkenna, að þrátt fyrir allar þær hörmungar sem hér hafa dunið yfir litla þjóð, þá er ég stolt að einmitt litla þjóðin okkar er í þeirra aðstöðu að spyrna við fótum og segja: Hingað og ekki lengra!

Það er ekkert réttlæti fólgið í því að varpa ofurskuldum bankakerfa á almenning sem mega um sárt binda fyrir vikið - jafnvel í mörg ár. Þetta er í raun algert hneyksli ef maður lítur á það frá þessu sjónarhorni.

Bankamenn þenja út kerfið með alls kyns gjaldeyrissamningum, afleiðusamningum, skort stöðum, skuldabréfabralli og áfram má telja. Á endanum hlýtur svo bólan að springa og þá finnst öllum alveg sjálfsagt mál að láta almenning borga brúsann. Hirða húsin þeirra. Heimta 110% veðsetningu, breyta lögum í þágu fjármálafyrirtækja - hvað sem er.

Þegar maður horfir á þetta þá getur maður ekki annað en hrisst hausinn. Þvílík endemis vitleysa að leyfa fjármálafyrirtækjum að ganga svona í frammi. Bara til þess að þeir ríku geti orðið ríkari.

Jóakim önd hefur fjölfaldast í heiminum á met tíma og lætur sér fátt finnast um Andrés önd, hvað þá Rip, Rap og Rup. Breytingin er að hann hefur ráðið Bjarnarbófana í vinnu til sín til að stjórna bönkunum - vitandi að þeir svífast einskis.

Vitiði - þetta er alveg komið gott hjá þessum fjármálafyrirtækjum. Það er alveg kominn tími til að þau fari að haga sér í samræmi við hagkerfin í löndunum og vanda vinnuna sína. Þurfi að taka ábyrgð og taka sjálf á sig sína skelli. Mögulega mundi þá áhættusæknin minnka til samræmis.

Ég vona að þjóðin verði okkur til sóma á morgun og segi nei við svona kúgunum á almenning víðs vegar um heim.


mbl.is Berjist gegn óréttlætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband