Harðstjórar sem þekkja vald sitt - ESB og AGS

Nú eru Portúgalar aðili að ESB. Það virðist samt ekki breyta neinu um þá aðstoð sem þeir geta sótt til Evrópusambandsins.

Þetta þykir mér lýsandi dæmi um AGS og ESB. Þeir starfa á eigin forsendum og þá fyrst of fremst forsendum kröfuhafa og auðvaldsins.

Beðið er um að miskuna sér yfir þjóð í vanda. En - nei. Þessir háu herrar þekkja vald sitt og hugnast ekki að bjarga lítilli þjóð.

Stundum finnst manni að svona valdhafar séu rotnir inn að beini. Öllu fögru er lofað, en þegar á hólminn er kominn - þá er allt hundsað, svikið.

Þetta er ein þeirra ástæðna sem mér hugnast illa ESB. Svo ekki sé talað um AGS. Þetta eru harðstjórar í heimi valda og spillingar fjármálaheimsins - auðvaldsins. Mér hugnast að ekkert gott geti komið frá þessum klíkum.

Ykkur er í sjálfs vald sett að vera ósammála, en mér finnast staðreyndirnar hrópa á mig þegar lítil hagkerfi eru í neyð.

Ekki vil ég minni þjóð að vera uppá þetta lið komið.


mbl.is Biður um miskunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Alveg rétt hjá þér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að hjálpa þjóð í neyð með því að setja hana í enn frekari neyð er undarlegt og þarf sérstaklega rotna menn til að hugsa með þeim hætti, hvað þá að framkvæma það!

NEI við ESB!!

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 18:14

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=U9NI6tv4zpI&feature=player_embedded#at=158

Viðeigandi í tilefni dagsins - vonum að þetta verði raunin!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.4.2011 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband