13.4.2011 | 22:12
Hangir saman á Samfylkingarlíminu - raun niðurstaða er samt já!
Það má vera að vantrausttillaga hafi verið felld - en í raun var hún samþykkt.
32 atkvæði gegn 30. Það er afleit kosning og segir bara eitt. Þetta þing mun ekki geta unnið saman. Í raun er þetta bullandi vantraustyfirlýsing. Vantraustyfirlýsing sem meira að segja Jóhanna Sig. ætti ekki að geta kraflað sig frá.
Það má vera að fólki sé í nöp við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er ekki efstur á lista hjá mér. En fjandakornið - þetta snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta snýst um fólkið í landinu.
Tunnur hafa verið barðar, skoðanakannanir birtar, tvær þjóðaratkvæðagreiðslur verið á skjön við samninga stjórnarinnar - og nú þetta.
Enginn og ég meina ENGINN - getur horft fram hjá þessu.
Forseti lýðveldisins verður að grípa í taumana ef þessi ríkisstjórn gengur ekki sjálfviljug frá borðinu. Alþingi er í upplausn - það er augljóst. Þar með óstarfhæft sem slíkt.
Nú er tími til að raddir fólksins láti í sér heyra.
En til þess þarf hún líka að hætta þessari áráttuhræðslu við Sjálfstæðisflokk.
Allt miðast við að fórna öllu svo hann komist ekki til valda. Það er stöðnun. Við verðum að treysta þjóðinni sem áður svaf en er nú vakandi og lætur ekki vaða yfir sig.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessi ríkisstjorn þarf ekki einu sinni að mæta í þinghúsið til að efna til ófriðar. Það skortir ekki sundurlyndið í gamla fangelsinu við Lækjartorg.
Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 23:09
Sammála Lísa.
Ríkisstjórnin hékk á hlutleysis atkvæði Framsóknarmanns sem er Wannabe ESB Minister og VG Þingflokksformanns sem var rekin í gær og lofað öllu fögru í dag. Og sagði því nei.
Sem sagt ef bullukolar eins og Þráinn B, tekur sidestep frá stefnuskrám eina ferðina enn. Þá er stjórnin fallin.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 23:43
Líklegast sér Guðfríður Lilja það í hyllingum að Kata Jak, hverfur af vettvangi stjórnmálanna í sumarbyrjun. Þá gæti hún kannski með lagni smokrað Svandísi í menntamálin og tekið sjálf við umhverfismálunum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 23:57
Þetta var klárlega þannig niðurstaða að ekki er hjá því horfið að það er stjórmálakreppa og Alþingi nær ekki saman. Sennilega mundu ríkisstjórnir annarsstaðar taka þetta til sín og víkja sjálfviljugar - en það er eins og þessi sé boltuð í stólana, þ.e forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Maður hefur aldrei heyrt annað eins.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.4.2011 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.