Atvinnuleysisbætur skattlagðar!

Það getur enginn ímyndað sér hvernig það er að sjá allt í einu fram á að peningarnir sem skammtaðir eru til þeirra sem hafa misst atvinnu eða eru öryrkjar, duga ekki til framfærslu barnanna sinna. Þetta heyrir maður frá fólki sem stendur, jafnvel hríðskjálfandi í röð, bíðandi eftir mataraðstoð.

Það er er þó hvað skammarlegast er að þessi litla upphæð sem fólk fær er skattlögð. Já - ríkið tekur jafnvel af þeim sem minnst mega sín.

Atvinnuleysisbætur reiknast á ársgrundvelli 1.914.000.  Af þessu er tekinn lífeyrissjóður 77.000. Skatturinn hirðir svo 210.000. Eftir standa "ÁRSLAUN" til eigin nota 1. 627.000, eða 135.500 á mánuði.

Þessi upphæð á að dekka allan kostnað viðkomandi. Ekki bara mat.

Já - ríkið hirðir því sem nemur einum og hálfum mánaðar"tekjum" fólksins.

Á meðan fólk má standa í biðröð eftir mat. Matargjafirnar nema sjálfsagt litlu meira en ríkið er að taka af þessum einstaklingum í eigin vasa.

Það er kannski jafnvirði 4000 - 7000 króna í matarskammtinum vikulega, misjafnt þó eftir fjölskyldustærð. Mun lægri upphæð fyrir einstakling.  Þetta gera 192.000- 336.000 á ársgrundvelli, Munurinn þarna er mínus 18.000 til 126.000. Sem þýðir að fólk er jafnvel að standa í röð eftir að fá mat fyrir svipaða upphæð og ríkið hirðir af því í skatta.

(Hvað skyldi ríkið eyða í t.d. aðildarumsókn fyrir ESB? Mjög umdeilt atriði).

Skyldu Steingrímur og Jóhanna sætta sig við þessa upphæð mánaðarlega? Varla.

Íslendingar eru stolt þjóð. Sumir svelta frekar en að láta sjá sig í 500 manna röð. Því miður.

Allt átak í þágu þessara einstaklinga er því af hinu allra besta.

En ríkisstjórnin, með sína skattpíningu - jafnvel á þessa einstaklinga - mætti skammast sín.

JÁ - skammast sín!

 


mbl.is Inneignarkort í stað matarpakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það má lika skoða hvað andlegt ástand sveltandi fólks hefur á heilsufar þess- andlega og likamlega- þarna er verið að drepa fólk blákalt !

ERLA MAGNA ALEXANDERSDOTTIR

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.4.2011 kl. 18:13

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er alveg rétt Erla. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk geti farið í gegnum svona ástand án þess að missa bæði andlega og líkamlega heilsu. Á sama tíma og þessi heilbrigðisþjónusta er skorin niður.

Maður les fréttir um "raðir" eftir matargjöf. En á bakvið þessar raðir er fólk. Fólk sem hefur svo lítið milli handanna að skömm er að. Og það litla sem það hefur er skattlagt á sama tíma og öll þjónusta er hækkuð uppúr öllu valdi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.4.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband