Skarpari en skólakrakki?

Hafi einhver verið í vafa um að leið ríkisstjórnarinnar þess efnis að láta hrun bankanna alfarið falla á almenning, hafi verið röng þá er þetta ágætis áminning.

Talað um "Íslensku leiðina" meðan Grikkir, Írar og Portúgalar virðast mega súpa hið alræmda AGS seyði sem okkur var jú vissulega ætlað líka!

Verk ríkisstjórnarinnar? Sei sei nei. Hún reyndi af mætti að koma okkur í sama klafa og AGS reynir nú að koma Grikkjum, Írum og Portúgölum í. Láta almenning taka á sig gjaldþrot ofvaxins fjármálakerfis þar sem áhættufjárfestar spiluðu villtan vals.

Þegar fyrirtæki verða gjaldþrota er það tap fyrir kröfuhafa. Það er bara staðreynd í viðskiptalífinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kemur svo til að ná sem mestu inn fyrir kröfuhafana á kostnað almennings - merkilegt að ríkisstjórnir almennt leyfi þetta.

Sem betur fer tók meiri hluti almennings á Íslandi fram fyrir hendurnar á okkar vanhæfu ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem leidd er af "leiðtoga" sem telur þjóðina sko ekki skarpari en skólakrakka.

En hvað erum við að sjá frá umheiminum?

Tillögur þess að þessi "heimski" almenningur sé tekinn til fyrirmyndar hjá öðrum ríkjum.

Og hana nú.


mbl.is Leið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband