Þvílík þvæla.

Það eina sem Jóhanna og hennar ríkisstjórn hefur gert er að fara eftir kröfum AGS. Kröfum sem ekki samræmast þjóðinni - heldur kröfuhöfum. Kröfum sem eru að kollvarpa þjóðinni, koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu vegna skatta. Kröfum sem eru almenningi offviða.

Vonandi setur forsetinn sem flest mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Næstu mál eru veiðiheimildir og kvótinn. Þar fæst ekki samstaða þeirra sem vilja og þykjast eiga þessa þjóðarauðlind - allt stopp.

Þjóðin getur komist að niðurstöðu sem tryggir hag þjóðar í heild.

Lifið vel.


mbl.is Undrandi á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Glöggt er gests augað.

Eggert Hjelm Herbertsson, 19.4.2011 kl. 18:02

2 identicon

Er nokkuð óeðlilegt við það að gamlir pólítíkusar séu hissa á Ólafi, hann er kannski búin að koma því inn hjá fólki að það geti haft áhrif. Það hlýtur að vera skelfileg hugsun hjá pólítíkusum að fólk geti haft skoðanir og vilji vita meira. Hvernig gegnur t.d. hjá Svisslendingum, eru ekki að minnsta kosti fjórir dagar á ári (í nokkrum kantónum) sem eru teknir frá fyrir þjóðaratkvæði.

Larus (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 18:22

3 identicon

Það gæti ekkert verið lýðræðislegra en að leyfa fólkinu að velja í svona mikilvægu máli. Marg sannað að loforð frambjóðanda sem gefin eru á fjögura ára fresti eru í lang flestum tilfellum svikin og er núverandi stjórn fyrirmyndar dæmi um það. Þjóðaratkvæðagreiðsla er besta svarið við ítrekuðum svikum einstaklinga og flokka sem vinna með vald sem var veitt í skjóli loforða sem voru svo svikin nánast daginn eftir.

Brynjar H (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 18:24

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það getur verið rét Eggert að "glöggt sé gest augað" en var þetta ekki sagt án þess að greinarmunur væri gerður á gáfnafari gestsins???

Ég er allavega á því að ef gesturinn er einhver aflóga pólitíkus sem eltist við að þóknast auðvaldinu þá sé ekki mikið að marka orðin...

Uffe er ekki sá sem er þektastur fyrir að vera maður fólksins, ekki frekar en obbinn af stjórnmálamönnum heimsins. Ekki get ég því tekið mark á orðum hans, eða félaga hans sem voru að ræða Ísland...

Það var hinsvegar rökrétt af Ólafi forseta að hafa synjað lögunum um staðfestingu þar sem hann hafði synjað þeim fyrri. Fólkið átti að fá að klára málið fyrst hann sendi fyrri samninginn í þjóðaratkvæði.

Hvaða vit hefði verið í því að synja lögum einusinni en samþykkja þau lítið breytt seinna??? Ég er allavega á því að ef hann hefði samþykt seinni í seinna skiptið hefði hann komið í veg fyrir að lýðræði fengi að njóta sín.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2011 kl. 18:27

5 identicon

ég hélt að það væri runnið af þeim en það virðist ekki vera og þetta á svo sem við feiri fyrverandi utanríkisráðherra og sendiherra.

björn grétar sveinsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:05

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Glöggt var gests augað þegar Danir vöruðu okkur við útrásarmafíunni sem Davíð og Ólafur þreyttust ekki á að lofsyngja.

Held að gests augu þeirra sé jafnvel enn gleggri nú hvað Ólaf varðar.

hilmar jónsson, 19.4.2011 kl. 20:57

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hilmar. Ekki man ég til þess að Davíð væri að lofsyngja útrásarræningjana,var skammaður fyrir að vera gagnrína þá s.b. Borganesræða Ingibjargar Sólrúnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2011 kl. 22:26

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ragnar:

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

hilmar jónsson, 19.4.2011 kl. 22:29

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

http://www.nytimes.com/2011/04/19/opinion/19tue2.html?_r=3&emc=tnt&tntemail0=y

New York Times gefur að vísu ríkisstjórninni heiðurinn þó svo maður viti betur. Við erum fordæmi sem Grikkir, Írar og Portúgalar gætu lært af.

AGS er auðvitað bara innheimtuleið kröfuhafa.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.4.2011 kl. 23:05

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En jú - það er rétt. Bæði Davíð og Ólafur lofsungu útrásarvíkingana. En vissu þeir betur á þeim tíma? Vissum við betur - þjóðin? Var ekki komið aftan að okkur öllum?

Það má úthrópa fortíðina endalaust - en það gerir afskaplega lítið fyrir framtíðina. Fortíðin er til þess eins að læra af henni og láta svo kyrrt liggja. Standa síðan saman um að gera betur.

Við erum nú þegar gott fordæmi - við getum gert enn betur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.4.2011 kl. 23:10

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gjaldeyrishöftin tryggja kröfuhafa... samt er yfirgnæfandi stuðningur við þau!  Er það af ótta við að styggja fjármálaöflin?

.. síðan er enginn að mótmæla því að samkvæmt hugmyndum Seðlabankans þá á að rétta fjármálaöflunum landið á silfurfati?

.. hvers vegna hentar ekki að tala um þessi mál og taka á þeim?

Ég er að vona að ÓRG setji lögin um áframhaldandi gjaldeyrishöft í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá getur almenningur ákveðið hvort hann verði þræll fyrir fjármagnseigendur í 5 ár í viðbót eða hvort hann kjósi frelsið sitt.

Lúðvík Júlíusson, 20.4.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband