Steingrímur og Mr. Moodys

Eins og alþjóð veit er Steingrímur J. svakalega stór kall á Íslandi. Svo stór að hann getur labbað inn á teppi hjá "Mr Moodys" og sagt honum til verka.

Ágæti Mr Moodys. Nú erum við hérna ríkisstjórnin á litla sæta Íslandi með smá plott. Sko - við viljum nefninlega að fólkið í landinu gangist við því að borga vexti og skuldir vegna nokkurra einkabanka sem fóru á hausinn. Nokkrir viðskiptajöfrar sem spiluðu rassinn úr buxunum - þú veist. Já, einmitt þessir sem voru með Aaa hjá ykkur 2008.

Nú þarf að hræða þessa forheimsku þjóð svo hún fari ekki að taka völdin af okkur og eyðileggi allt plottið. OK? Þið skrifið nokkrar greinar - hótið að fella lánshæfismatið og málið er dautt.

Sæll aftur Mr. Moodys. Steingrímur hérna aftur. Þetta með hræðsluna um lánshæfismatið virkaði ekki nógu vel. Nú þarf ég að klóra í bakkann og hnakkann svo að fólkið fatti ekki að þetta var svona "allt í plati" dæmi. Svo ég segi bara að ég hafi spjallað við þig og sagt þér að við værum í fínum málum og það þyrfti ekkert að lækka hjá okkur lánshæfismatið. OK. Reddum þessu svona fyrir horn núna.

Við erum svo með annað plot í gangi. Við nefninlega segjum þjóðinni að nú sé bara allt að verða í lagi. Á endanum trúir hún því. Þetta er svona okkar tækni til að fá fólkið til að sætta sig við 10% atvinnuleysi. Við þurfum sko aðeins að hnika viðmiðunum hjá þessum skríl.

Ég hringi svo bara í þig aftur þegar við setjum grænt ljós á Aaa aftur og höldum áfram að spila Matador. ...........

Eruð þið ekki alveg að kaupa þetta?


mbl.is „Gleypir ekki við skrípaleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Gleðilegt sumar Lísa.

Það verður ekki af honum Steingrími skafið svona er innræti ríkisstjórnarinnar vel líst. EN VIÐ MUNUM HAFA GLEÐI OG ÁNÆGU Á ÞESSU SUMRI LIFÐU HEIL.

Jón Sveinsson, 21.4.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir það Jón og gleðilegt sumar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.4.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er stórkostlegt að horfa upp á leiðtoga íslenskra sósíalista breytast smám saman í verðbréfabraskara og heyra hann tala um lánshæfismat eins og það sé nýja guðspjallið.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta Moodys væl er orðið einn af fáránlegu försum hringleikahússins við Alþingi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.4.2011 kl. 17:32

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað ætli hann Steingrímur hafi borgað fyrir matið?  Ekki er það ókeypis? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2011 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband