11.5.2011 | 16:22
Eymingjans maðurinn átti þessar millur skilið ekki satt?
Ég skil ekkert í slitastjórn Landsbankans að horfa á þetta sem gjafagjörning. Maðurinn þarf jú að lifa í ellinni - eins og við öll hin. Það væri ömurlegt ef hann þyrfti að búa við þau nánasarkjör sem flestir ellilífeyrisþegar (utan þingmanna á eftirlaunum) þurfa að búa við.
Fuss og svei
Enda hefur Héraðsdómur meira en nóg að gera í að kveða upp fangelsisdóma yfir fátæku fólki t.d. þessari 46 ára konu sem stal snyrtivörum fyrir heilar 6100 krónur. Það lið verður að uppræta og það strax.
En að öllu gríni slepptu. Auðvitað er þetta gjafagjörningur og hann frekar augljós. Hvað er það í lögum hérlendis sem ekki er að virka? ALLT?
Vísum frá stóru kröfunum. Látum stórbófana ganga lausa. Enda reiknast mér til að ef okkar ágætu útrásarvíkingar fengu svipaðan fangelsisdóm per 100 krónur og kona sú sem dæmd var í Héraðsdómi til 60 daga fangavistar fyrir 6000 krónur - þá erum við að tala um nokkra lífstíðardóma pr. útrásarvíking.
Og þetta er nú réttlætið sem við búum við.
Fyrirgefið ef ég hoppa ekki hæð mína af hrifningu.
Riftunarmáli gegn Halldóri vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.