"Venjulegt fólk" rétti upp hönd!

Staðreyndin er sú að ástandið í þessu þjóðfélagi er hreinlega orðið of niðurdrepandi til að mann langi til að fylgjast með því. Það sorglegasta af öllu er að mitt í ástandinu geta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komið með svona upphrópanir án þess að skammast sín.

Enginn eignabruni hjá venjulegu fólki?

Hvað er venjulegt fólk?

Ef mið er tekið af þessum orðum Steingríms, þá hlýtur það að vera fólkið sem hafði ráð á því að vera skuldlaust fyrir hrun. Eiga skuldlausar eignir. 

Ég sé allavega enga aðra rökrétta skilgreiningu á þessu "venjulega fólki".

Og hvað skyldu það vera mörg prósent af þjóðinni?

Hvað á að gera fyrir "óvenjulega fólkið"? Má það bara éta það sem úti frýs?

Ég er algerlega og gjörsamlega skilningsvana á svona framkomu og orðskrýpi.

Ef einhverntíma þá er það algjörlega núna sem maður gæti hugsað sér hlutverk Þyrnirósar. Er einhver til í að vekja okkur hérna litlu fjölskylduna (óvenjulegu) eftir ca 100 ár?


mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband