Eiturlyf Alþingis

Flest okkar hafa fylgst með Kastljósi að undanförnu. Umfjöllun um læknadóp og undirheima sem eru að verða börnum og fullorðnum að bana. Ef þið hafið ekki fylgst með þá mæli ég með því að þið horfið á þessa þætti. Þetta er kaldur og skelfilegur raunveruleiki.

Þessi börn koma ekki öll frá brotnum eða erfiðum heimilum. Alls ekki. En samt ansi mörg. Því miður.

Það vill svo til að þegar heimilin "fúnkera ekki" þá kemur það fyrst niður á börnunum. 

Af hverju ættu þau ekki að "fúnkera" er spurningin. Jú - ansi oft eru það fjárhagsörðugleikar.

Ekki eingöngu - en mjög oft.

Þegar fullorðna fólkið brotnar niður - sér ekki fram úr því hvernig það á að halda heimilinu gangandi - þá er möguleiki á því að eitthvað brotni. 

Sumir eru sterkir. Aðrir ekki eins sterkir.

Og það er ekki hægt að dæma persónuna fyrir slíkt. Það er yfirleitt umhverfið sem hefur mest áhrif á persónuna.

Bubbi Morteins kom með ágætis blogg.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/blod-a-skrifbordum-ykkar

Margt hægt að lesa úr þessu.

En það sem ég vil undirstrika örðu fremur.

Ef heimilum er fórnað fyrir fjármagnið - eða hvað sem er. Þá er verið að fórna mannslífum.

Þeir sem stjórna landinu hafa virkilega val - almenningur hefur ekki þetta val.

Ef stjórnvöld fara ekki að sjá ljósið og hugsa um fólkið í landinu, þá verð ég að taka undir með Bubba. 

Skrifborð þeirra verða blóði drifin.

Og fyrir hvað?

Hagsmuni örfárra einstaklinga? 

Það er hægt að drepa fólk án þess að skjóta það með með byssu eða öðru vopni.

Það er nóg að taka af því allt sem skiptir það máli, sem það hefur eitt lífstíð að byggja upp. Brjóta það niður. Gera það að aumingjum.

Persónulega þakka ég almættinu fyrir að vera ekki í ríkisstjórn.

Kæri mig ekki um að hafa líf á samviskunni.

Megi almættið fyrirgefa þeim sem fórna öðrum fyrir sjálfa sig.

 


mbl.is Halda áfram að lána Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Lísa Björk; æfinlega !

Glæpahyskinu; Jóhönnu og Steingrími, og ræksnum þeirra, megum við ALDREI fyrirgefa - á nokkurn handa máta.

Vonandi; rennur sá dagur upp, að reikningarnir verði gerðir upp, við þau, með svo eftirminnilegum hætti, sem verðskuldað mætti telja; Helvízk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 01:26

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já minn kæri Óskar. Nú er mál að linni og að fólkið í landinu sé sett í það sæti sem það á skilið.

Við erum saklaus.

Fólk á ekki að þurfa að brotna undan harðræði pólitískra ákvarðanna.

Þeir sem stjórna slíku munu og þurfa að horfa í eigin gjörðir - einhverntíma.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.6.2011 kl. 02:03

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er algerlega sammála ykkur! kv. Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 4.6.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband