21.6.2011 | 22:12
Alþjóða gjaldeyris sjóður eða AGS/IMF - takk!
Hafi einhver einhverntíma efast - þá er einungis eitt valdabatterý hér við völd. Það heitir AGS.
Efist þið?
Kíkið á samninga ríkisstjórnarinnar við AGS, sem Steingrímur og Jóhanna skrifa undir. Þar kemur skýrt fram t.d að skjaldborg heimilanna (sem við þekkjum sem umboðsmann skuldara) virki ekki eftir 1. júlí 2011.
Krúttlegt.
Mér er ljúft og skylt að segja frá því að ég var eitt sinn í nefnd. Samráðsnefnd um skatta.
Hún var skipuð af fjármálaráðuneytinu og samkvæmt skipurnarbréfi (sem hangir hálf gulnað á ískápnum hjá mér) var okkur skylt að l"eita ráða hjá sérfræðingum í skattamálum frá AGS og eftir atvikum OECD".
Af einhverjum stórfurðulegum ástæðum þrjóskaðist þessi nefnd við að samþykkja álögur frá AGS - og var mjög fljótlega svæfð.
Núna er að renna upp hinn stóri dagur 1. júlí 2011. Dagurinn sem Jóhanna og Steingrímur lofuðu að öll skjól yrðu tekin af. Almenningur mætti eiga sig og borga skatta.
Okkur hefur verið tjáð að þessi dagur, 1. júlí 2011, sé sá síðasti til að semja um 110% leiðina.
Ef einhver sér ekki samhengið getur sá hinn sami fundið samningana sem voru gerðir við AGS og eru undirritaðir af þessu elskulega fólki sem ruddist til valda og ætluðu að tryggja hér norræna velferðarstjórn og skjaldborg heimilanna.
Vá takk
fyrir EKKERT.
Þolmörkum náð fyrir löngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.