Skattmann eykur verðbólguna (og húsnæðislánin hækka).

Steingrímur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru alveg í rífandi stuði. Auðvitað fer öll hækkun neysluskatta beint inní verðbólguna og þenja enn meira út húsnæðislánin. Sem nú þegar eru löngu komin yfir þolmörk.

Það er ekkert vit í því að hafa verðtryggingu á sama tíma og verið er að berjast við að koma hjólum hagkerfis aftur í gang. Bara eitt af mörgu.

Skattahækkanir aftra atvinnurekendum til að ráða starfsfólk, sem eykur atvinnuleysi, sem dregur úr hagvexti og kemur í veg fyrir aukna neyslu.

Skattahækkanir fara beint inn í verðlagið, eykur verðbólgu, hækka lánin og auka greiðsluerfiðleika heimilanna.

Allt þetta kemur í veg fyrir að þjóðarbúið geti með nokkru móti jafnað sig.

Er virkilega ekki kominn tími til að fá sérfræðinga með bein í nefninu til að stjórna landinu?

Og henda erlendum ráðandi öflum til síns heima.

Áður en það verður allt of seint.


mbl.is Mesta verðbólga í 10 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband