Stjórfjölskyldan og vinir standi saman!

Eitt af því sem einkennt hefur Íslenskt samfélag undanfarin ár eða áratugi er að stórfjölskyldan er að fjarlægjast og vinir að verða yfirborðskenndari en áður. Þetta er slæm þróun og sem betur fer ekki algild.

Annað sem einkennir okkar litla samfélag er að hver hugsar um sig í eigin horni og kannski minna til náungans. Sýndarmennskan hefur ráðið hér ríkjum of lengi.

Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn að breyta þessu til  betri vegar.

Nánast í hverri einustu fjölskyldu eða vinahóp er einn eða fleiri sem á erfitt um þessar mundir að draga fram lífið fyrir sig og sína. Hefur kannski ekki efni á að leigja sér húsnæði eftir að bankinn hefur hirt af þeim allt.

Í sömu fjölskyldu og vinahóp eru svo aðrir sem enn hafa allt til alls og geta jafnvel leyft sér utanlandsferðir og ýmsan munað.

Við ætlumst til þess að stjórnvöld séu réttlát og taki tillit. 

Hvernig væri að byrja á því að vera þeim fyrirmynd?

Hver í ykkar stórfjölskyldu/vinahóp á í vanda? Mundi lítið framlag frá nokkrum einstaklingum mánaðarlega jafnvel bjarga þessum einstakling? Verða til þess að hann gæti lifað sómasamlegu lífi án þess að skerða fjárhag ykkar að neinu marki. 

Fólk gefur í alls kyns góðgerðarstarfsemi - sem er vel. Nú er hinsvegar tíminn til að horfa á hlaðið heima hjá sér. 

Hugsið ykkur - tíu manns sem sæu af 7000 krónum mánaðarlega til þess sem á erfitt í fjölskyldunni eða vinahópnum gætu tryggt viðkomandi þak yfir höfuðið á þessum verstu tímum.

Við þurfum að læra að gefa og þiggja á þessum tímum - og byrja í nánasta umhverfi.

Ég mundi ekki hika!

Hvað um þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband