21.9.2011 | 10:55
Tveir af hverjum þrem í vanda og Steingrímur boðar frekari niðurskurð!
Byrjum á örlítilli samantekt úr þessari grein:
Þrír jafnstórir hópar innan þjóðfélags þar sem fjárhagsvandi er sífellt að aukast. Tveir þessara hópa eru í vanda þó svo annar rétt nái að fljóta. En hversu lengi?
Börnum fátækari hópsins líður verr en fyrir hrun.
Þetta útfærist fyrir mér - á mannamáli að tveir af hverjum þrem íslendinga eigi í fjárhagsvanda sem fer sífellt versnandi, enda aðgerðir til úrbóta engar. Steingrímur á ekki von á húrrahrópum yfir næsta fjárlagafrumvarpi. http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/21/engin_hurrahrop/
Auðvitað skreytir hann svo orðræðu sína með kjaftæði um að við séum réttu megin við línuna og það versta sé yfirstaðið bla bla bla. En, hey - hver hlustar á Steingrím? Ekki ég að minnsta kosti. Svei mér ef mér finnast skúfendur ekki skarpari skepnur - og mun hárprúðari.
Það sem þarf að horfa á hér er ekki kjaftæðið í honum, heldur þessi ískalda nöturlega staðreynd sem lesa má úr þessari könnun. Almenningur sveltur meðan bankarnir fitna.
Þriðja hverjum íslendingi stendur sennilega á sama. Annar þriðjungur er sennilega farinn að svitna. En sá verst setti hefur liðið fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda í tæp þrjú ár nú þegar.
Haldið þið að þetta fari að skána? Think again.
Lilja Mósesdóttir reynir að leiða okkur í sannleikann. http://www.dv.is/frettir/2011/9/20/lilja-mosesdottir-segir-ad-lantakar-verdi-ad-gripa-til-adgerda/ Og konan sú veit hvað hún syngur - ólíkt flokksbróður sínum.
Nú langar mig að spyrja þessa hópa sem ennþá eru "í lagi" hvort þeim finnist þetta "allt í lagi" og sjái enga ástæðu til að standa upp og spyrna við fótum? Já - ég veit að þetta er svona algjör ljóskuspurning - eða hvað?
Psst. Má ég hvísla svolitlu að ykkur. Uss. Svona harkalegar aðgerðir gegn almenning í þágu bankanna og til að rífa upp skuldastöðu ríkisins á of skömmum tíma til að nokkurt þjóðfélag lifi það af - er eina leiðin til að komast mögulega og ef til vill í ESB.
Úps - ég sagði það upphátt.
Meðan þið veltið þessu fyrir ykkur ætla ég að fara og grilla kartöflur í matinn - maður reynir að hafa smá fjölbreytni og hafa þær ekki alltaf soðnar.
Ekki hægt að skera meira niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.