Ein af okkar stærstu auðlindum er Íslenska krónan!

Nei - ég er ekki að grínast.

Flestir gjaldmiðlar eiga undir högg að sækja í stórum hagkerfum þar sem varla er vinnandi vegur að leiðrétta mismuninn og koma jafnvægi á gjaldmiðlana. Dollarinn er í vanda. Evran er í vanda, sem og flestir gjaldmiðlar.

Þetta er hinsvegar eitthvað sem við getum gert hér á litla Íslandi með okkar litla gjaldmiðil. Það þarf róttækar breytingar, sei sei já. Og þær verða ekki sársaukalausar fyrir þá sem hagnast hafa á verðbólgu og þennslu. Þetta segi ég ekki bara si svona. Þeir ríkustu hafa einmitt grætt á verðbólgu og þennslu, útgáfu innistæðulausra "peninga" og bónusum. Þessu fólki finnst sárt að horfa á"gróðann" sem fyrst og fremst voru reiknaðar tölur - hverfa frá sér, en ég efast um að þeir tapi höfuðstólnum sem þeir sannanlega lögðu til! Þetta skiptir máli. En þeir sem minna eiga - þeir mega tapa sínum höfuðstól?

Jöfnun nefninlega virkar þannig, að þeir sem græddu á aðstæðum - tapa þeim gróða. Áds. En þeir sem eru að tapa því litla sem þeir unnu fyrir hörðum höndum, fá leiðréttingu.

Ég efast um að raunverulegur höfuðstóll neins verði skertur.

Þessar leiðréttingar gætu gert íslensku krónuna að eina gjaldmiðlinum sem væri í jafnvægi. Það myndi auka eftirspurn eftir krónunni og hún orðið virkilega eftirsóknarverð fyrir fjárfesta. Það mundi þýða velsæld fyrir alla á litla hrjáða landinu okkar.

Veit að þetta krefst nánari útskýringa. En hugsið um megin atriðið. Smæðin getur unnið svo vel með okkur og sú staðreynd að við höfum stjórnina sjálf. Þegar (ég segi ekki ef) gjaldmiðillinn okkar er orðinn heilbrigður og peningastefnan raunveruleg, bankarnir í raunstærð og eftirlitið í lagi - þá stöndum við með pálmann í höndunum.

Nei - þetta er ekki ljóskubrandari.


mbl.is Söluæði rann á fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" Dollarinn er í vanda. Evran er í vanda, sem og flestir gjaldmiðlar."

Þú talar einsog krónan er ekki í höftum og féll um helmning á einum degi í okt2008.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2011 kl. 22:04

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ekki misskilja. Ég sagði aldrei að krónan væri ekki í vanda. Það sem ég er að segja að við höfum vald til að leiðrétta þennan vanda - og getu ef rétt er farið að og róttækar breytingar gerðar. Þetta getum við bara gert við okkar eigin gjaldmiðil - ekki aðra.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 00:03

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl Lísa - ég held að þetta sé rétt hjá þér og held að við ættum að skoða þetta af alvöru...........

Eyþór Örn Óskarsson, 23.9.2011 kl. 01:59

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

Lísa

Veit að þetta krefst nánari útskýringa. En hugsið um megin atriðið. Smæðin getur unnið svo vel með okkur og sú staðreynd að við höfum stjórnina sjálf. Þegar (ég segi ekki ef) gjaldmiðillinn okkar er orðinn heilbrigður og peningastefnan raunveruleg, bankarnir í raunstærð og eftirlitið í lagi - þá stöndum við með pálmann í höndunum.

þessu er ég hjartanlega sammála þér EN það þarf heldur betur að taka til í Íslenskri Stjórnsýslu og Íslenskum Stjórnmálum 

Við erum þvímiður með lið þarna á Þingi sem vinnur gegn eigin þjóð í stað þess að vinna Ísland úr erfiðleikunum 

Magnús Ágústsson, 23.9.2011 kl. 03:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú talar einsog krónan er ekki í höftum og féll um helmning á einum degi í okt 2008.

Sleggja, þú talar eins og það sé ennþá að eiga sér stað sem er löngu búið að gerast. Eru sumir fastir í fortíðinni og neita að horfast í augu við framtíðina?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2011 kl. 03:07

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"þú talar eins og það sé ennþá að eiga sér stað "

Eru ekki gjaldeyrishöft í dag?

Er ekki frumvarp á alþingi sem mun festa gjaldeyrishöftin í sessi til 2015?

Hvað gerist þegar höftin hverfa? Hversu hratt mun krónan falla? Önnur 50%? Með tilheyrandi verðbólgu. Með tilheyrandi hækkanir á lánum landsmanna?

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 08:39

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo er mjög sérstakt að stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum Heimilina er að segja að krónan sé okkur dýrmæt auðlind.

Á meðan heimili eru að kikna undir verðtryggingu, gengisfalli og háum vöxtum.

Viðkomandi á annaðhvort að draga ummælin sín til baka eða segja sig úr Hagsmunasamtökunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 08:42

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sleggja. Þú gleymir alveg að ég tala um að fyrst þurfi að koma til róttækar breytingar!

Ein af þeim er afnám verðtryggingar. Það er algjört frumskilyrði. Og fullkomlega í anda Hagsmunasamtaka Heimilanna. Annað er leiðrétting lána almennt. Fleiri róttækar breytingar þurfa að koma til síðan á bankakerfinu sjálfu. Útlánastefnu. Eftirliti. Mörgum þáttum.

Róm var ekki byggð á einum degi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 09:48

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Verðtrygging tekur út verðbólguáhættuna fyrir lánveitendann.

Þú ert viðskiptafræðingur og stundar mastersnám á sviðið fjármála og þar af leiðandi áttu að vita að verðbólguálag er tekið inn í óverðtryggða vexti. Þess vegna mun óverðtryggðu vextirnir vera mun hærri en þeir verðtryggðu. Óverðtryggðu vextirnir munu HÆKKA í verðbólgu.

Þetta er engin lausn.

Leiðrétt lána almennt. Ég er sammála því. Við skattborgarar þurfum þá að vera til búin til að hlaupa undir bakka íbúðarlánasjóð. En þetta tengist krónuna ekki neitt. Ástæðan fyrir að við þurufm þessa leiðréttingu er vegna þess að krónan missti verðgildið sitt með tilheyrandi verðbólgu.

En að kalla krónuna sem einhverkonar auðlind er algjör fjarstæða. Þá ertu að festa heimilin í landinu í okurvöxtum og óstöðugleika. Það er engin sanngjarni í því að fjölskylda í Danmörku geta keypt 10m íbúð og endar a að borga 15m. En á Íslandi kaupir þú 10m kr íbúð og endar á því að borga 60m.

Þökk sé krónunni.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 10:14

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ennþá ertu að misskilja mig Sleggja. Óverðtryggðir vextir eru ákvarðaðir til ákveðins tíma. Það er hagur banka (lánveitenda) að haga útlánastefnu sinni á þann hátt að mynda ekki verðbólgu - því þá verður það þeirra tap. Í dag er þeim slétt sama. Það eru til bæði breytilegir vextir og fastir vextir. Fastir vextir eru þá endurskoðaðir á vissu millibili. En þetta skapar mikið aðhald í bankakerfinu og Seðlabanki getur þá notað stjórntæki sín sem skildi. Ef stöðugleiki næst og ekki er um of mikla innspýtingu fjármagns í umferð þá getur Seðlabankinn betur haldið í við verðbólgumarkmið sín.

Við erum að horfa til framtíðar Sleggja. Það er ekki til neitt kvikk fix. En það má byrja að leiðrétta og laga. Fortíðin er liðin. Nú þarf að hugsa út fyrir kassann og ráðast á kjarna mála.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 11:58

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Annað Sleggja. Verðbæturnar eru lagðar á höfuðstól lánsins. Þetta veldur því að engin eignamyndun á sér stað. Þess utan veldur þetta bókhaldsskekkju hjá bönkunum. Þar fer þetta á eignahliðina þar sem höfuðstóll lána hækkar en hvar kemur þetta á móti í skuldum og eigin fé (reverses)?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 12:04

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er rangt að segja að ,,dollari" eða ,,evra" séu í vanda. Er ekkert rétt lýsing á ákv. ástandi. Vandamálið er skuldsetning nokkurra ríkja í sambland við lægð í fjárfestingum og almennan samdrátt í efnahagslífi á vissum svæðum.. Hefur ekkert að gera með dollar eða evru per se. það er bara bull úr fjölmiðlum að tala þannig eða propaganda eins og td. í tilfelli mogga.

Ofangreint vandamál nær líka til Íslands en munurinn er að það land er með handónýtan mattaorgjaldmiðil sem allir utan þess lands fá bara hláturskast yfir að sjá. Eða hefur fólk ekki prufað að koma með ísl. krónur í banka erlendis? Og þá bara talað um Norðurlönd? prófið það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2011 kl. 12:37

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt að með því að hafa einungis óverðtryggða vexti þá bíta stýrivextir Seðlabankans strax. Það er mikill plús. Og er ákveðin svipa á stjórnmálamenn.

En með krónuna munum við landsmenn alltaf borga hærri vexti en í okkar nágrannalöndum. Það er óásættanlegt í mínum huga.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 12:45

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er vissulega hægt að teyma krónuna þannig að hún verður stöðug með aðhald í ríkisrekstri og miklum gjaldeyrisvarasjóð.. jafnvel með einhverjum höftum.. en hún verður alltaf berskjöldið fyrir skortstöðu vogunarsjóða.

Krónan hefur sína kosti og galla. En hún er ekki okkar stóra auðlind einsog þú heldur fram.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 12:50

15 identicon

Lísa. Með fullri virðingu. Dast þú nokkuð á höfuðið ? Segi ekki meira.....

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 14:39

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei Kristinn - ég datt ekki á höfuðið. Er reyndar alls ekki sú eina sem hef þá staðföstu trú að krónan geti ávalt bjargað okkur þó illa ári með réttri peningastefnu og stjórnun. Það er hinsvegar eitthvað sem við höfum aldrei séð, þar sem hún hefur að mínu mati verið misnotuð af ákveðnum þrýstihópum. Í dag er hún í slæmum málum, það vita allir. En gjaldmiðill er svo miklu meira en bara gjaldmiðill. Að ráða yfir sínum eigin gjaldmiðli er gífurlegur kostur - en til þess þarf líka að gera það rétt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 18:49

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að ráða yfir sínum eigin gjaldmiðli er gífurlegur kostnaður.

Hvað kostar Seðlabankinn á ári?

Hvað kostar að halda úti gjaldeyrisvaraforðann?

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2011 kl. 19:47

18 Smámynd: Björn Finnbogason

Alveg klárlega auðlind í réttum höndum, en refsivöndur í röngum!  Og að enginn megi hafa sjálfstæðar skoðanir þó sá hinn sami sé í e-m félagasamtökum er nátt.lega fráleitt.

OG þetta endalausa vaxtakjaftæði er bara djók.  Íslenska þjóðin á ekki að þurfa að vera að spá í vexti frá vöggu til grafar ef rétt er á haldið.

Annars er ekkert víst að það verði pláss fyrir íslendinga á Íslandi mikið lengur ef fram heldur sem horfir,  það er að verða búið að vernda allt landið fyrir okkur!

Björn Finnbogason, 23.9.2011 kl. 19:59

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sleggja - þetta er réttnefni á þér. Sleggjudómar þínir hvað varðar mögulega framtíð eru mjög þröngsýnir. Mér sýnist þú vera gjörsamlega fastur í nútíðinni. Það er leitt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2011 kl. 21:44

20 identicon

Að vandlega íhuguðu máli kæra Lísa: Ég legg til í góðu að þú segir þig úr stjórn HH, því ég held að HH þurfi fulltrúa sem endurspeglar vilja flestra félagsmanna. A.m.k. vil ég t.d. ekki vera félagsmaður í samtökum sem hefur skoðun þína krónunni. Ég hét að þetta væri ljóskubrandari hjá þér.

Krónan er löngu-dauð , það á bara eftir að fara fram formleg jarðarför.

p.s.. ef þú mannst ekki þá heitir krónan Ný-króna frá 1981, og í dag nefnd hrunkróna af algmúganum. Í mínum huga hefur hún alltaf verið "Funny money" og enn ef þú manst ekki þá var 1 kr = 1 dkr fyrir ekki svo löngu síðan, í dag er 1 kr = 2200 dkr miðað við gömlu krónuna fyrir 1981.

Líttu á hrigðarmyndina og hvað þetta krónu skrýfli hefur kostað okkur hingað til og mun kosta okkur þar til hún verður jörðuð endanlega

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband