Setjum ekki börn í megrun - hin hliðin.

Ekki skal ég draga neitt úr greinaskrifum Tryggva Helgasonar barnalæknis. Ég er svo hjartanlega sammála því að börn eiga að hafa aðgang að næringaríkri og góðri fæðu.

Reyndar eiga allir rétt á að fá mat. Þetta er eitt af grunnþörfum mannsins.

Mig rak í rogastans þegar ég frétti af því að svo hefur dregið úr styrkjum til Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndar, svo eitthvað sé nefnt, að ekki er hægt að úthluta matvælum til sömu fjölskyldunnar vikulega sem fyrr. Einnig skilst mér að staðan sé slæm hjá Rauðakrossinum og Hjálparstarfi kirkjunnar.

Þetta eru þeir aðilar sem fólk leitar til í sárri neyð sinni og vissulega gera þeir allt sem þeir geta til að koma til móts við fólkið. En allt kostar þetta fjármagn. Fjármagn sem liggur á fárra höndum.

Vei þeim sem auðinn eiga ef þeir styrkja ekki þann sem ekkert á. 

Sveltum ekki börnin. Sveltum ekki gamla, veika og fátæka.

Munum eftir þeim sem sinna mikilvægum hjálparstörfum og aðstoðum þá við að hjálpa örðum!

Það er nefninlega vont að vera svangur.

http://www.fjolskylduhjalpin.net/


mbl.is „Setjum ekki börn í megrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband