Jóhanna og þráhyggjan um ESB

Ég er farin að hallast að því - ekki síst eftir að hafa lesið þessa frétt, að Jóhanna Sigurðar sé með þráhyggju gagnvart ESB.

Allt á að verða fullkomið þegar við erum komin þangað. En til þess að geta það þurfa skuldir ríkissjóðs að fara ansi mikið niður. Sem þýðir að skattlagning mun verða búin að drepa bæði atvinnulíf og heimili löngu áður en slíkt getur gerst. Nú þegar sveltur fólk, fær mjög skerta mataraðstoð og atvinnulífið er lamað.

Við sem gætum svo auðveldlega reist úr kútnum ef skattarnir væru ekki svona stórauknir - beint inn í neysluna og beint inn í lán heimilanna. Hækkun skatta atvinnurekenda kemur í veg fyrir ráðningar á fólki. Neyslan er í lágmarki og verðtryggingin er verðbólguhvetjandi. Það er semsagt í raun allt ennþá á niðurleið.

Jóhanna vill kanna svigrúm til leiðréttinga fyrir heimilin. Er það 110% aðferðin taka tvö? Málið er nefninlega þannig að verðbólgan er búin að éta upp þessa leiðréttingu þessara heimila sem Jóhanna var svo ánægð með - lausnir ríkisstjónarinnar. Verðtryggingin át hana. Á mettíma.

Hér verður ekkert leiðrétt til betri vegar meðan verðtrygging blæs allt upp og neysluskattar eru auknir og þeim skellt þar með inn í verðtrygginguna. Það er eins og að lækna fótbrot með plástri. Gengur ekki upp. Þó svo það sé kannski það eina í stöðunni eftir að öll þjónusta við veika og fátæka er skorin burt.

Jóhanna virðist hafa eina framtíðarsýn og aðeins eina. ESB. Fyrir það má öllu fórna.

Nú spyr ég eins og asni, vegna þess að mér datt það ekki til hugar áður. Borgar ESB hlut í launum ríkisstarfsmanna? Nú þegar búið er að eyða síðustu úthlutun AGS - hver borgar þá launin þeirra?

Ég bara spyr. Hef ekki kynnt mér það, en finnst það áhugaverð pæling.

Það hlýtur að vera einhver feit og stór gulrót fyrir ríkisstjórn og auðmenn að sækja þetta svona fast.  Eða kannski bara vanþekking - því ekki reiknar Jóhanna dæmin sín sjálf.

Það er lítil fjármálakennsla í flugreyjunáminu - smá meiri stærðfræði í jarðfræðinni hans Steingríms, en engin fjármálakennsla.

Enda hafa þau sl. 20 plús ár eingöngu þurft að standa sig vel í Morfís keppnum - kjaftagangi. Verst að slík hæfni skilar engum raunverulegum árangri.

En gífurlegum völdum á réttum stað. Næg völd til að panta útreikninga sem "eiga" að sína fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Það er nefninlega hægt að blekkja fólk gífrulega með tölfræði og hagræði. Enda eru þetta félagsvísindi - ekki raunvísindi. Með góðri þekkingu má líka föndra ótrúlegustu hluti með bókhald og ársyfirlit. Það krefst nefninlega sérfræðiþekkingar að geta lesið úr þessu öllu.

Þessir alþingismenn hafa lifað góðu lífi lengi vel á kjaftagangi - raunveruleg ákvarðanataka er ekki þeirra sterkasta hlið.

Þess vegna þarf að skipta þessu fólki út fyrir nýja aðila sem ekki eru hræddir við að láta verkin tala og vilja vinna fyrir almenning, ekki auðvaldið. Gera það sem þarf til að koma hér öllu í gang án þess að beygja sig undir innlend og erlend fjármálaöfl sem gagnast þeim sem eiga næga innistæðu nú þegar.

Bankarnir eru stútfullir af peningum sem rykfalla. Lífeyrissjóðirnir líka.

Og enginn gerir neitt til að koma hjólunum í gang.

Ég vil kosningar. Helst í gær. Koma þessu liði sem hangir á besta ríkisspenanum burt. Fá fólk með hugsjónir, siðferðið í lagi og hefur þá tilfinningagreind að hugsa líka um aðra en sjálfa sig. Fólk með alvöru menntun á réttum stöðum. Fólk með kjark og þor til að spyrna við fótum.

Og já - það er okkar að berja það í gegn.

 


mbl.is Virkjanakostir ekki óendanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband