15.10.2011 | 21:35
FELUM ÚRRÆÐI RÍKISSTJÓRNAR!
Nú skal laumast til að taka eignir landsmanna. Vandinn er orðinn of stór til að hægt sé að fela hann með fögrum orðum um úrlausnir og innantómum loforðum.
Íslandingar eru orðnir öskureiðir!
Fögur loforð um Skjaldborg Jóhönnu - lélegasti brandari Íslandssögunnar.
Hvar er Jóhanna? Í felum með lífvörðunum?
Svo nú á að hætta að "auglýsa" aðfarir gegn skuldurum. Nóg er almenningur reiður - óþarfi að gera hann enn reiðari......... gætu farið að gera eitthvað annað en að henda eggjum.
FRÁ UMBOÐSMANNI SKULDARA!
Greiðsluaðlögun - hið snjalla úrræði ríkisstjórnar. Kíkjum á.
Lögmaður umba:" Það hefur semsagt ekkert breyst - þú ert í raun ekki aflögufær"?
skuldari: "Nei - það eina sem hefur breyst er að allt hækkar. Matur, bensín og þjónusta".
Lögmaður umba: " Þá ertu í raun ekki hæfur í greiðsluaðlögun".
skuldari: " Það segir sig sjálft í atvinnuleysi og allt hækkar".
Lögmaður umba: " Bankarnir leigja íbúðir "eigenda" á markaðsverði - en þú ert ekki heldur aflögufær um að borga slíka leigu".
skuldari: "Nei - þá gæti ég eins greitt af láninu".
Lögmaður umba: "Já. Humm. Við verðum í sambandi bráðlega....... "
Og ríkisstjórnin situr enn og neitar leiðréttingu lána og ályktun um afnám verðtryggingar var felld á þingi.
http://visir.is/sgs-saettir-sig-ekki-vid-orettlaetid/article/2011111019379
Og landsmenn gera hvað?
Breytt auglýsing uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Je minn eini hvað ég er orðin þreytt á þessu stjórnafari, Jóhönnu og Steingrími, þau eru eins og mara á mér ég vakna á nóttunni og bý mér til í huganum ráð til að koma þeim burtu og öllu þeirra hyski. Ég vil bara réttlæti og hreinskilni, er það til of mikils mælst?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.