Eftir mótmæli kemur stríð

Ég veit ekki hvernig hægt er að segja þetta á varfærin hátt. En þetta segir sagan okkur. Þegar stjórnvöld / einræðisherra hefur gengið of langt og reiðin orðin óyfirstíganleg, þá brýst úr stríð.

Nákvæmlega þetta erum við að horfa uppá. Allstaðar í heiminum er uppreisn gegn banka- og stjórnmálamönnum. Ekki að ástæðulausu.

Fjármagn heimsins hefur safnast á fárra hendur víðast hvar í heiminum. Stjórnmálamenn halda að þessu ástandi sé hægt að stjórna á "góðan" veg fyrir auðmagnseigendur. Svo er ekki. Þeir ljúga sennilega hvað mest að sjálfum sér.

Þegar efnahagsreikningur banka í flestum ríkjum er orðin margfallt hærri en þjóðarframleiðsla þess lands með tilheyrandi vöxtum - er ekkert hægt að gera. Allavega ekki til að viðhalda því ástandi.

Eina leiðin til að greiða úr þessu er að koma jafnvægi þarna á milli. Til þess þarf að afskrifa eignir banka um allan heim. Ekki bara hér. Og endurskipuleggja fjármálakerfið.

ESB er engin lausn. Þar er nákvæmlega sami vandi á ferðum. Þó svo vextir séu lægri er samt ekki til fjármagn á meðal almennings til að borga þá. Þar er stærsta blöffið. Hagkerfin þar eru í sömu kyrrstöðu og hér.

Má bjóða ykkur annað og stærra bankahrun með sykri?

Það mun gerast ef ekkert verður að gert og stjórnvöld halda áfram á sömu  braut. Innan tveggja ára.

Við erum mun fleiri sem sjáum vandan en þeir sem stjórna því að ekkert sé gert.

Halló - vakna!



mbl.is Mótmælabúðir við dómkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Icesave" heimsmótmæli

Við borgum ekki skuldir óreiðumanna! Þetta voru umdeild orð fyrrum seðlabankastjóra, en þessi orð er almenningur um allan heim að hrópa í mótmælum.

Hvaða réttlæti er í því að almenningur borgi skuldir banka? Sem betur fer fengum við íslendingar kost á að hafna Icesave skuldunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sú ákvörðun var rétt og við megum standa stolt af því að hafa ekki látið bugast. Almenningur í Evrópu og USA býr ekki við okkar lýðræði, og neyðist til þess að greiða skuldir bankakerfisins. Látum okkur þetta ástand að kenningu verða og verndum lýðræðið með því að draga ESB umsóknina til baka og byggjum hér upp að nýju með þeim landsgæðum sem við búum að.

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.10.2011 kl. 13:11

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gott innlegg Guðrún. Takk fyrir það. En betur má ef duga skal. Við þurfum líka að taka til eftir óreiðumennina svo almenningur í landinu geti lifað. Það VERÐUR að leiðrétta óviðráðanlegar skuldir. Ef eignir landsmanna halda áfram að þenja út efnahagsreikninga fjármagnsstofnanna sem yfirtaka eigur okkar verðum við í áframhaldandi slæmum málum - nei, verri málum.

Við getum byggt upp að nýju, en til þess þarf þor og kjark stjórnmálamanna. Það er því miður ekki fyrir hendi núna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.10.2011 kl. 13:16

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

rétt hjá þér, siðblindan er enn við lýði í bankakerfin. Sumir fá niðurfellda 64 milljarða af skuldum sínum og halda fyrirtækjum sínum í stað þess að láta þetta allt saman fara í gjaldþrot eins og almúginn þarf að gera.

Núverandi ríkisstjórn er föst og sér bara ESB sem "lausn" Þvílík skelfileg villuleið sem ríkisstjórnin er að berjast fyrir.

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.10.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband