Setur þjóð á vonarvöl vegna eigin þráhyggju.

Ef einhver hefur haft tök á því að standa við loforð sem hún var kosin fyrir - Skjaldborg heimilanna - þá er það þessi kona. Jóhanna Sigurðardóttir, sem í setningarræðu sinni talar um græðgi sjálfstæðismanna og krefst ábyrgðar þeirra ásamt framsóknarmönnum.

Gott og vel. Það var þá. En hvað gerir hún og Samfylkingin til að leiðrétta þessi mál?

EKKERT.

Almenningur má rotna fyrir þráhyggju valdasjúkra einstaklinga á þingi sem sér bara eina leið. ESB. 

Almenningur má rotna fyrir valdasjúka einstaklinga, Steingrím, sem var ásamt sínum flokki, mótfallin ESB. Kosinn sem slíkur. Enn hann fékk loksins góðann ráðherrastól.

Viljum við svona valdasjúkt fólk til að fara með málefni þjóðarinnar? Fólk sem kann lítið annað en að vera diplómatar og stjórnmálamenn. Fólk sem hefur enga samsvörun við almenning?

Ef almenningur er þannig áttaður, þá segi ég eins og Geir Haarde.

Guð blessi Ísland.

 


mbl.is Mun klára aðildarviðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér við segjum bara NEI og aftur NEI!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 01:57

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jóhanna Sigurðrdóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, setti 6. landsfund Samfylkingarinnar nú í eftirmiðdaginn að lokinni minningarthöfn Ungra Jafnaðarmanna um voðaverkin í Útey og Osló í sumar. Jóhanna fór yfir stöðuna og árangur ríkisstjórnarinnar í setningarræðu sinni og þau verkefni sem ljúka þyrfti fyrir næstu kosningar.  Framundan væru spennandi tímar og mörg mikilvæg verkefni sem leiða þyrfit til lykta áður en kjörtímabilinu lýkur.

„Áður en gengið verður til kosninga verðum við að koma atvinnulífinu á fullt skrið og ná atvinnuleysinu niður í 4-5%.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka endurskoðun fiskveiðistjórnunarkefisins.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og fá fram afstöðu þjóðarinnar til fyrirliggjandi tillagna.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka aðildarviðræðum okkar við ESB.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að samþykkja rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða og stofna Auðlindasjóð sem annast og ávaxtar með sjálfbærum hætti arð þjóðarinnar af auðlindum hennar.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að lögfesta nýtt og einfaldara almannatryggingarkerfi, þar sem brugðist verður við víxverkunum og fátækrargildrum.

Áður en gengið verður til kosninga verðum við að leggja grunn að nýju húsnæðiskerfi, þar sem valfrelsi og örugt húsaskjól fyrir alla tekjuhópa eru grundvallar þættir.

Og áður en gengið verður til kosninga verðum við að hefja endurreisn fæðingarorlofssjóðs og lögfesta lengingu orlofsins eins og til stóð.

Ég heiti á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur til að ná fram þessum stóru og mikilvægu málum og marka þannig farsæla braut fyrir þróun íslensks samfélags til framtíðar.

Þetta eru að mínu mati mikilvægustu erindi Samfylkingarinnar við þjóðina á síðari hluta kjörtímabilsins. Ég heiti því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma þessum málum í höfn áður en þessu kjörtímabili lýkur.

Þegar við leggjumst öll á eitt eru okkur allir vegir færir!“

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.10.2011 kl. 02:26

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta var sent til fjölmiðla og ég er með hryllingshroll yfir þessu. Dæmi hver fyrir sig.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.10.2011 kl. 02:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó boy þvílíkt og annað eins.  Konugreyið er alveg úti á túni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:31

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já konur hún Jóhanna er veruleikafyrrt og greinilega komin með elliglöp ef hún er að gera sér vonir um að einhver eigi eftir að trúa orðum hennar og hvað þá að kjósa hana aftur...

Það mun vonandi verða markmið Þjóðarinnar að koma henni ásamt fleirum innan hennar raða fyrir Landsdóm vegna svika við Þjóðina...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 08:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún á heima fyrir Landsdómi það er alveg víst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband