Sameinumst hjálpum þeim, sem minna mega sín.........

375680_2622437847305_1445981767_33016552_786307067_n_1.jpgHjálp í neyð, söfnum fyrir matvælum til að létta undir með efnalitlum heimilum landsins fyrir komandi jólahátíð og næstu misserin.

Nei - Landsbankinn má eiga sinn hagnað, en ef sómi væri af honum - gæfi hann til söfnunar Fjölskylduhjálpar Íslands sem hófst í dag þann 3ja nóvember.

Afhverju?

2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til leita eftir mataraðstoð til samtakanna sem úthlutuðu  24000 matarúthlutunum s.l. tólf mánuði samkvæmt skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir samtökin.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr og Páll Óskar tónlistarmaður hringdu fyrstu símtölin fyrir Fjölskylduhjálpina í dag. Fréttatilkynning var send til allra fjölmiðla, en hvorki RÚV né Stöð 2 lét sjá sig á svæðinu. Morgunblaðið var með ljósmyndara til taks ásamt DV. Fleiri voru það nú ekki.

Maður spyr - er þetta þöggun?

Hvað sem málið er, þá er þetta samt staðreynd.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, á heiður skilið fyrir að mæta og veita verkefninu áhuga. Enda er Reykjavík eina "bæjarfélagið" sem styrkir Fjölskylduhjálp Íslands. Önnur nágrannasveitafélög hafa ekki styrkt þetta verkefni þó svo skjólstæðingar komi úr öllum sveitarfélögum.

Páll Óskar á líka heiður skilið fyrir að bregðast skjótt við og sýna verkefninu verulegan áhuga.

Von mín er sú að fleiri taki þessa heiðursmenn sér til fyrirmyndar.

 


mbl.is Hagnaður Landsbankans 27 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband