Þriðjudagshugvekja

Áður en hugvekjan hefst vil ég minna á að allar aðhalds- og sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnar, sem eru nauðsynlegar til að eiga möguleika á inngöngu í ESB - koma hart niður á almenningi.

Sjálf er ég rík manneskja, á þrjú yndisleg börn. Peningalegur auður hefur hinsvegar aldrei verið mikill þó svo ég hafi haft tök á að sjá fyrir mér og mínum. Í dag er það erfitt og þarfnast baráttu og útsjónarsemi vegna aðhaldsaðgerða ríkisins.

Eitt af því sem mér er ljúft að gera er að vera sjálfboðaliði fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Það skal enginn halda það að ég sé á nokkurn hátt yfir þá hafin sem leita þar aðstoðar. Engan vegin. Enda hefur þörfin margfaldast á síðustu þrem árum. Líka hjá öðrum hjálparstofnunum sem allar vinna gott og þarft starf.

Hvers vegna?

Jú - úrræði velferðarstjórnarinnar lúta að lífeyrissjóðum, ekki almenning. Það er velferðin.

Þegar ég sat í kvöld og hringdi út til að fá stuðning hjá hinum almenna borgara fyrir þá sem mega sín minna í því tíðarfari sem er í dag, kom upp spurning í huga mér. Hvernig líður fólki almennt?

Í mínum störfum, sem eru fleiri en eitt og öll í þágu mannréttinda og réttlætis, sér maður og heyrir ýmislegt.

"Nei - því miður get ég ekki styrkt fátæka núna þó ég gjarnan vildi, í morgun missti ég húsið mitt".

"Við hjónin erum bæði atvinnulaus og ég fæ ekkert frá Vinnumálastofnun vegna einhverra reglna í þrjá mánuði".

"Ég veit ekki hvað ég á að gera, örorkulífeyririnn minn dugir alls ekki fyrir nauðsynjum - enn þakka ykkur gott starf".

Svona gæti ég haldið áfram endalaust. Allstaðar er manni þakkað fyrir vel unnið verk. 

Stundum velti ég fyrir mér. Hversu margir vita ekki hvar þeir muni verða um jólin, eða þau næstu? Þó svo þeir hafi átt heimili og þokkalegt líf til margra ára. Hversu margir?

Þeir sem eru ekki í þessum hópi eiga vissulega erfitt með að skilja þá angist sem kvelur þann sem er í þessum sporum. Líkt og ég sjálf á erfitt með að skilja fólkið í stríðshrjáðu löndunum af því ég hef ekki kynst því sjálf.

Jólin nálgast. Hátíð ljóss og friðar. Hjálpumst öll að hér heima til að geta veitt öllum gleði um jólin. Yfir 2500 börn eru á framfæri þeirra sem þurfa aðstoð. Hjálpum þeim.

Að lokum. Megi almenningur vakna til vitundar um, að ríkisstjórnin vinnur ekki fyrir almenning heldur auðvaldið. Það er orðið greinilegt. En þeir sem eru enn í góðum málum hugsa sennilega ekki mikið um það. Þekkja ekki vandann. Hjá þeim er allt í lagi.

Hvernig liði þér ef þú vissir ekki hvar þú ættir að halla höfði um jólin? Með börnin þín?

Það væri ekki góð tilhugsun.

Fyrir sum okkar er það ekki tilhugsun heldur staðreynd. 

Spáðu í það.


mbl.is Ræddu efnahagserfiðleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Lísa Björk.

Geinilegt er að vandamálið er til staðar.  Það á við um aðra staði. Hvernig leysa ´aðrir´þessi vandamál.   Svarið er  með boðorði Krists sem er kærleikur. Trúðu mér Lísa Björk.   Hvort þeir hér í Amríkunni eru eintómir morðingjar og stríðsgæpamenn með meiru sjá þeir sínu fólki fyrir lífsviðurværi og nauðsynjum 

Eg myndi gjarna vilja ræða þessi mál nánar við þig

Bjorn

Björn Emilsson, 9.11.2011 kl. 04:53

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Björn.

Þér er velkomið að ræða þessi mál hvenær sem er. Hvergi eru eintómir morðingjar og glæpamenn. Alls staðar er til gott fólk. 

Til að koma litlu hagkerfi eins og Íslandi í gang aftur þarf kjark og þor þeirra sem eru við stjórnvölinn. En það er mun auðveldara en að koma risabákni líkt og USA í gang. Samt hefur það tekist hér áður fyrr. Kjark og þor.

Það ætti að vera hægt að finna leiðir fyrir þá sem fóru illa vegna glæpa bankanna. Saklaust fólk á ekki að þurfa að gjalda.

En það er líka nauðsynlegt að taka saman höndum og hjálpast að. Gera sér grein fyrir því að víða ríkir meiri neyð en nokkru sinni fyrr í mjög langan tíma.

Ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég ver í að leyta eftir styrkjum fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda reglulega og þá sérstaklega fyrir jólin.

Ég vona að þeir sem fá símtal þar sem beðið er um aðstoð til handa fólki í neyð taki því fagnandi að geta aðstoðað ef hægt er. Átti sig á því að sameinuð getum við lyft bjargi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.11.2011 kl. 18:30

3 Smámynd: Björn Emilsson

Sæl Lísa. Eg er dálítið kunnugur þessum velferðamálum hér í minni sveit. Eg vann um tíma í matvælabanka - food bank -. Það eru mest ´útlendingar´eins og rússar td sem mest sækja sér aðstoð. Mörgum finnst einkennilegt hvað þessu rússneska fólki er mikið hjálpað. Þeir fá næstum allt uppí hendurnar í fimm ár frá komu sinni hingað. Vasapeninga, húsnæði, læknisþjónustu, akstur, skólgöngu og bara nefndu það. Á þessum fimm árum eiga þeir að vera búnir að koma sér fyrir og standa á eigin fótum.Við erum ekki að tala um einhverjar nokkrar fjölskyldur, heldur hundruðir þúsunda manns. eldra fólkið er mjög illa á sig komið og þurfa mikla sjúkraþjónustu. Eg kynntist þessu fólki, þegar ég vann sem sjúkrabílstjóri. Eg var þó ekki með sjúkrabíl, heldu var það Lincoln Towncar. Stærsti innflytjendahópurinn eru mexicanar. Þeir eru duglegt fólk og vinnusamt og bjargar sér sjálft. En nota mikið sjúkraþjósustu. Asíu menn ss fra Vietnam fá ´allt uppí hendurnar´líka auk fjármagns til að setja a stofn fyrirtæki. Husnæðismál. Ríki og sveitarfélög veita fólki ókeypis húsnæði í stórum stíl. Mest þó mæðrum með börn. Svokallað Section 8 kerfi. Gamla fólkið, þe 65 ára og eldri, sem eru með lágmarkstekjur $1300 á manuði, fá styrk $670 á manuði, matarpeninga kort til notkunar í verslunum. allt uppí $400 á mann. Auk þess atvinnulayesisbætur $1200 á mánuði til atvinnulausra.Fría læknisþjónustu og lyf og sjúkrahúsvist og akstur til læknis og annarra erinda.

Þú fyrirgefur, þetta er orðin löng rulla. Eg er bara þreyttur á heyra alltaf þessa gangrýni á Bandaríkin.

Húsnæðismálstofnun ríkisins hér, eignaðist hundruðir þúsunda húsa við ´fallið´ Þeir eru nú að selja þessar eignir á allt að fjörum sinnum lægra verði. Fjármagna kaupin með lágum vöstum og engri útborgun. Stofnunin er nú komin útur mesta vandanum og farin að skila hagnaði.

Semsagt íslendingar gætu margt gott lært af bandaríkjamönnum. Og fyrir þá sem berjast fyrir innlimun Islands í Bandaríki Evrópu, væri væri nær að líta til westurs.

.

Björn Emilsson, 9.11.2011 kl. 19:04

4 Smámynd: Björn Emilsson

Lísa, eg hér aftur. Eg er ekki með þessu að segja og allt sé eins og blómstrið eina. Vandamálin eru mörg og mikil og einstaklingsbundin auðvitað. Það gildir hér að hjálpa sér sjálfur og þú verður að leita eftir því.

Mættir benda Fjölskylduhjálpinni á leið til öflunar matvæla. Verslanir hér gefa daglega til Food Banks ógrynni matvæla, svo og bændur. Fangar í fangelsum eru líka stór matvælaframleiðandi, til hersins og hjálparstofnana.

Björn Emilsson, 9.11.2011 kl. 19:17

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Björn.

Vera má að þú hafir þína reynslu erlendis frá. En hér er ekkert sem heitir "food bank". Fjölskylduhjálpin kaupir 5 tonn matvæla vikulega og það ódýrasta sem hægt er að fá.

Ég sé nú ekki marga Rússa, en ansi mikið af íslendingum. Sífellt fleiri. 

Niðurskurðurinn er orðinn það mikill að hver fjölskylda sem gat leitað aðstoðar 3svar í mánuði getur fengið aðstoð einu sinni núna. Það bara vantar fjármagn miðað við margfalda eftirspurn.

Kannski væri ráð hjá þér að kynna þér mállin aðeins betur áður en farið er út í erlendar gamlar tölur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.11.2011 kl. 21:58

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þess utan var engin gagnrýni á Bandaríkin í þessari hugvekju. Ég hreinlega skil ekkert um hvað þú ert að tala. Ég hinsvegar er að tala um staðreyndir á Íslandi. Veit ekki hvar í heiminum þín heimasveit er.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.11.2011 kl. 18:32

7 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Lísa Björk

Eg er ekki að meina á þig neina gagnrýni á Bandaríkin, síður en svo. Eg vildi aðeins koma á framfæri hvernig málum er háttað hér. Eins og ég talaði um vann ég sem sjálfboðaliði í ´Food Bank´ upp undir ár. Eg kynntist þessum málum enn betur, er ég var í sendinefnd VOA - Volunteers of America - stofnun jafngömul USA - til að mæta á fund með þingmönnum fylkisins í Olympia, og leita stuðnings þeirra við að koma í veg fyrir niðurskurð til Food Banks. Það tókst.

Svo það komi fram, bý ég í Everett Washington, sem er á Stór Seattle svæðinu, og stunda fasteignaviðskipti.

Eg dái og stend með baráttufólki eins þér Lísa. Vil svo gjarna leggja ykkur lið, ef ég get í baráttu ykkar við óréttlátt kerfi á Islandi. Að lokum má nefna það að ég bjó í Kaupinhavn í 18 ár. Vann hjá dönsku flugmálastórninni með aðsetur á Grænlandi. Eg fékk þar tækifæri til að kynnast kjórum fátæks fólks. Eg ´gaf´ ef svo má segja, húsið mitt til nota fyrir sjúkraskýli.

Verum í sambandi.

Björn Emilsson, 14.11.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband