Er hægt að sprengja ríkisstjórnina með einum kínverja?

Eins ósátt og ég er nú með ríkisstjórnina þá er ég jafn sátt við Ögmund, afstöðu hans til íslenskra laga og þess að hafa bein í nefinu til að taka rétta ákvörðun.

Að hlusta á óánægjuraddir innan Samfylkingar ættu að vera dauðadómur hennar sem stjórnmálaafls. Ef stjórnmálamenn geta ekki virt og farið eftir lögum - í ofanálag að hafa uppi hávær mótmæli vegna þeirra sem það gera - er brot við almenning sem kaus þá á þing.

Stendur einhversstaðar í lögum að alþingismenn megi hundsa sett lög eftir geðþótta?

Burtséð frá því að sú virðist nú vera raunin er það hvergi skrásett að stjórnmálamenn hafi slíkt leyfi.

Þessa staðreynd ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Í raun ætti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar, tafarlaust að setja af forsætisráðherra sem opinberlega er ósáttur við að farið sé eftir lögum.

Því ef lögin okkar eru einungis gerð fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp - þá er eitthvað mikið að. 

Fram til þessa höfum við séð að lögin eru ávalt túlkuð fjármagninu í vil. Almenningur reynir að benda á þetta en raddir þeirra þaggaðar niður af stjórnvöldum. Nú eru lögin virt - ekki fjármagninu í vil og hvað gerist?

Stjórnmálamenn eru að tapa sér.

Þetta segir svo margt um það stjórnkerfi sem við búum við - og mér býður við.

Komið gott.


mbl.is Ekki hlutverk ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það gengur ekki að forsætisráðherra sé að amast við því að ráðherrar fari að lögum.

Aðilar málsins geta að vísu reynt að fara með málið fyrir dómstóla T.t. bændurnir ef þeir telja að þeir hafi orðirð fyrir skaða vegna þess að kaupin gengu ekki eftir.

En þá má líka halda því fram að Kínverjnni hafi verið fenginn til að setja verðmiða á jörðina.

Það veit í raun engin, nema þröngur hópur sem kemur að þessari hugmynd.

En ég held að skaðabótamál sé algerlega út úr kortinu og engin forkaupsréttarskylda í málinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl Lísa,Ögmundur fær mörg prik frá þjóðinni,málið liktar af fingraförum Ingibjargar s, mjög líklekt að verðmiði hafi verið settur á eignina,eins og Þorsteinn heldur fram,

Samfylkingarliðið mun sitja sem fastast því þau þora ekki í kosningar sjáðu til,

Bændurnir geta ekkert aðhafst, en þeir gætu farið í að stofna skúffufyrirtæki,

Það verður ekki tekið vel á móti ljóðaskáldinu á hinum Norðurlöndunum.

Bernharð Hjaltalín, 27.11.2011 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband