Segir sá sem ekkert veit!

Heyrðu nú kallinn minn. Ef það er ekki innifalið í viðurkenndri neyslu að eiga fyrir húsnæði sem miðar einungis að þörfum fjölskyldna, mat, rafmagni, hita og öðrum brýnum nauðsynjum - þá er annaðhvort okkar á vitlausri plánetu.

Raddir sem þessar eiga einungis við ákveðinn þjóðfélagshóp - þann sem fór framúr sér. Það gleymist alveg hópurinn sem fór varlega og var aldrei á neinu neyslusukki, en er jafnvel í enn meiri vanda en sukkararnir.

Góurinn minn. Hef aldrei átt flatskjá. Hvað þá eitthvað lúxushúsnæði. Tók 60% lán á sínum tíma. Hef ekki farið erlendis í ótalmörg ár. Hafði aldrei verið skráð á síður credit info vegna skulda fyrir hrun.

Ertu að tala við mig?

Hef nú ekki fengið afskrifaða krónu með gati fram til þessa. En ríkið er duglegt við að hirða sitt af því litla sem ég fæ. Svo ég tali nú ekki um virðisauka og bensínskatt. Nú, eða alla hinu fínu flottu skattana.

Um hvern fjárann ertu að tala maður?

Má bjóða þér laun uppá 160 þús á mánuði? 


mbl.is Strik undir skuldaafskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta segir maðurinn sem Jóhanna Sigurðardóttir var í raun búin að ráða á laun, meðan grunlausir menn fóru yfir umsóknir um seðlabankastjórastöðuna. Á meðan þeir sátu með sveittan skallann að meta hæfi umsækjenda, var Jóhanna og Már að prútta um kaup og kjör þess síðarnefnda.

Nýja Ísland! Húrra!

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 11:48

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nýja Ísland er ekki byggilegt með þessu liði sem er að stjórna!

Sigurður Haraldsson, 28.11.2011 kl. 12:03

3 identicon

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá Gunnari.

Skipuð var nefnd, undir stjórn Jónasar Haralz, til að meta hæfni umsækjanda.

Már var metinn hæfastur og þess vegna ráðinn.

Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem seðlabankastjóri er ráðinn á faglegum forsendum.

Hvernig var t.d. staðið að ráðningu Halldórs og Davíðs?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 12:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhanna hafði þegar tryggt ráðningu Más. Nefndin var sýndarmennska og tímaeyðsla.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 14:29

5 identicon

Var hinn sómakæri sjálfstæðismaður Jónas Haralz sem sagt farinn að ganga erinda Jóhönnu? !!!!

Nei, svona sleggjudómar eru auðvitað bara bull.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 16:57

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður Svavar þetta eru ekki sleggjudómar heldur blákaldar staðreyndir sem við þurfum að búa við og höfum búið við í þessu flokksræði sem hefur yfirtekið lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 28.11.2011 kl. 17:52

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist ekki skilja, Svavar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 17:59

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hér hefur aldrei verið "lýðræði" í raun. En því má vonandi breyta til hins betra. En burtséð frá orðum seðlabankastjóra þá þætti mér gaman að vita hvað hangir á spýtunni fyrir oddamenn Samfylkingar til að draga þjóðina í frekari ánauð og hrun. Sem flestir voru búnir að sjá fyrir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.11.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband