29.11.2011 | 16:10
Má bjóða þér nokkrar evrur útí naglasúpuna?
Ef ég væri í ríkisstjórn (sem er auðvitað ekki stjarnfræðilegur möguleiki) þá mundi ég læðast með veggjum. Ef ég væri Steingrímur eða Jóhanna, væri ég sjálfsagt búin að forða mér lengst útí fjarskanistan. Það er ekkert lítið sem þessi ríkisstjórn, með þessi tvö í fararbroddi, hafa reynt að gera allt hér verra en það er. Við áttum að samþykkja Icesave og drífa okkur í ESB með hraði.
Þjóðinni er sem betur fer ekki alls varnað. Sennilega má þakka góðu menntunarstigi okkar fyrir að hér er fólk sem sá fyrir sér afleiðingarnar af því hvað þetta mundi hafa í för með sér.
Krónan var rökkuð niður sem mynt og allt gert til að dásama evruna. Nema þeir sem áttuðu sig á mikilvægi þess að geta stýrt sínum eigin gjaldmiðli. Ekki að það hafi tekist ýkja vel fram til þessa en smám saman mun fólk fara að opna augun fyrir kostum þess.
Nú riðar evruveldið á barmi alsherjar hruns og ESB ríkin eru að sökkva í sæ fjármálaveldisins. Ef við á þessu litla skeri hefðum, eins og heitasta ósk Jóhönnu er, orðin hluti af þessu - þá yrði hér vart byggilegt fyrir nema örfáa útvalda.
Það sem vekur furðu mína er að ríkisstjórnin dirfist að sitja sem fastast. Þvílíkur hroki.
Nei takk - engar evrur fyrir mig. Ég kýs mína gömlu góðu krónu.
Ísland sigrar að lokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.