7.12.2011 | 22:02
Sýndu mér andskotans hagvöxt og skýrslu um líðan þeirra sem blæða!
Mikið væri nú gaman ef einhver útskýrði fyrir Steingrími J. Sigfússyni, jarðfræðingi - hvað hagvöxtur er. Hann felst ekki í því að gengishöft minnki viðskiptahalla. Hann felst ekki í því að blóðmjólka fólk til að auka ríkistekjur. Hagvöxtur er þegar að framleiðni lands eykst frá einu ári til annars, þá yfirleitt talað um sömu skilyrði. Er maðurinn þroskaheftur? Eða veit hann kannski bara ekki betur.
Þá bendi ég á námskeið um fjármálalæsi og jafnvel tvo kúrsa í hagfræði. Gæti gagnast vel fyrir fjármálaráðherra.
Ég velti fyrir mér tölum um aukna einkaneyslu. Samkvæmt því sem ég best veit hefur einkaneysla fólk dregist saman, skattar af henni hafa hinsvegar hækkað til muna. Er það aukin einkaneysla?
Er það aukin einkaneysla að þurfa að borga 100% meira fyrir sama magn af bensíni? Er það aukin einkaneysla að þurfa að borga 100 krónum meira fyrir brauð? Er hækkun á rafmagni aukin einkaneysla? Hækkun á húsaleigu? Hækkun á ÖLLU!
Nei - þetta er ekki aukin einkaneysla - og langt frá því að vera hagvöxtur. Þetta kallast skattpíning.
Skildi hæstvirtur jarðfræðingur vita á hverjum þetta bitnar?
Nei og sennilega er honum fjandans sama.
Ég skal segja ykkur litla sögu í fáum orðum. Sögu af hagvexti og norrænni velferð. Það er sagan af fjórfallt fleiri fjölskyldum sem þurfa mataraðstoð. Það er sagan af atvinnuleysi. Það er sagan af neyð sem er þögguð niður.
Í dag varð ég vitni af því að einstæð móðir brotnaði saman þar sem hún var að leyta sér hjálpar. Barnið hennar átti ekki næg útiföt og það sent heim úr skóla. Móðirin hafði ekki efni á fatnaði - atvinnuleysisbætur og einfalt meðlag rétt dugar fyrir stökkhækkaðri húsaleigu, rafmagni og hita.
Góðir sjálfboðaliðar stukku til. Barnið fékk hlífðarföt að kostnaðarlausu.
Hvar var Steingrímur?
Sennilega að ljúga til um hagvöxt á þingi og ánægjulega efnislega niðurstöðu fjárlaga um meiri neyð og hærri skatta.
Ég vona að hann sé ekki mjög trúaður.
Sáttur við heildarniðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Er það aukin einkaneysla að þurfa að borga 100% meira fyrir sama magn af bensíni?"
Það er þá þar sem þeir finna þennan hagvöxt... engin furða að það sé meiriháttar verðbólga.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2011 kl. 22:49
það mætti benda þeim sem eru í endalausum söfnunum fyrir útlönd, að neyðin innanlands er orðin meira en áþreifanleg.
GunniS, 8.12.2011 kl. 09:45
mig langar að taka fram að ég skil reiði þína mjög vel. ég er einn af þeim 882 sem eru að detta út af rétti til atvinnuleysisbóta þessi aramót því ég er búin með bótarétt. og ég er að reka mig á að það á ekkert að gera fyrir þetta fólk sem hefur verið svona lengi án vinnu.
vinnumálastofnun vísar á verkalýðsfélagið, verkalýðsfélagið vísaði svo aftur á vinnumálastofnun. mér fyndist að minnsta sem vinnumálastofnun gæti gert er að setja fólk í forgang með að fá vinnu, en það virðist ekki einu sinni vera gert.
GunniS, 8.12.2011 kl. 10:08
Glæsileg grein hjá þér Lísa Björk. Ég get tekið heils hugar undir hvert orð í greininni.
@GunniS: Mikið er ég sammála þér og loksins að einhver minnist á það að við erum ótrúlega dugleg við allskonar safnanir fyrir útlönd og þá er yfirleitt blásið til mikillar sjónvarpsveislu. Minna fer fyrir söfnunum innanlands. Nú er t.d. svo komið að aðilar eins og Fjölskylduhjálpin svo dæmi á langt í land með að geta sinnt sínum skjólstæðingum. Svo eru þúsundir manna að missa atvinnuleysisbætur á næstu misserum þar sem langtímaatvinnuleysið er orðið það mikið. Á meðan hækkar jarðfræðingurinn skattana endalaust.
Mig langar að koma með eitt mjög einfalt reikningsdæmi: Hvert 1% sem tryggingargjald á atvinnurekstur er lækkað jafngildir einu starfi á 100 manna vinnustað. Á sama hátt þýðir hækkun = fækkun starfa. Sem aftur þýðir að hækkunin fer í andhverfu sína.
Jón Óskarsson, 8.12.2011 kl. 12:31
Skilgreining á Hagvexti.
Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir auðvelda framleiðslu, aukið fjármagn safnast fyrir og vinnandi fólki fjölgar og verkkunnátta þess eykst. Mjög er þó misjafnt hversu ört þjóðarframleiðsla vex og mörg dæmi eru um að hún hafi dregist saman um tíma. Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt.
Stundum er miðað við landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu. Hagvöxtur er þá reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs. Nokkur munur er á þessum tveimur stærðum. Þannig teljast til dæmis tekjur útlendinga af eignum og vinnu á Íslandi ekki til þjóðartekna Íslendinga en til landsframleiðslu Íslands. Á sama hátt teljast tekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis til þjóðartekna Íslendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands.
Mörg álitamál koma upp við útreikning þjóðar- eða landsframleiðslu og niðurstaðan er ekki einhlítur mælikvarði á það hve vel efnahagslíf þjóðar eða lands gengur. Við útreikninginn er til dæmis ekki tekið tillit til vöru og þjónustu sem ekki er seld á markaði, tekjuskipting er ekki skoðuð og ekki er athugað hvort efnahagslífið leggur óhóflegar byrðar á umhverfið.
Ekki veit ég um hvað Steingrímur er að tala?????
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.12.2011 kl. 18:24
Framúrskarandi grein hjá þér Lísa Björk.
Það er ekki von að þú vitir ekki hvað Steingrímur er að tala um. Hann veit það ekki sjálfur. Hann er viss um ef farið er nógu oft með "möntruna" þá verður hún að síðustu alveg rétt.
Jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 13:13
Lísa: Ég les bloggið þitt oft, en commnetera afar sjaldan vegna þessa að ég get alls ekki samsinnt þínum pólítísku skoðunum, og það verður bara að hafa það en sem ynnri manneskja eru þú skýra gull.
Takk fyrir öll skrif þín í þessa veru.
Það er komið svona fyrir okkur vegna þess að við notum þessa helv.andvana ísl krónu til að blöffa og feika út í það óendanlega. Hrunkrónan ásamt spiltum íslenskum andskodans pólitíkusum er OPÍUM. ( Ég er til að mynda löngu fluttur úr landi meða alla mína fjölskyldu eins og svo margir og ætla ekki að koma aftur )
http://blog.eyjan.is/andrigeir/2010/10/23/kronan-er-opium-islendinga/
Kristinn J (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 18:38
Kristinn J, sæll og blessaður. Greindu frá högum þínum í nyja landinu, hvar svo sem það er.
Björn Emilsson, 10.12.2011 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.