Einkaskuldir vegna hrunsins settar á almenning

Það má segja með sanni að almenningur sé búinn að fá meira en nóg. Almenningur er blóðmjólkaður, heimilin tekin og við berjumst á vonarvöl.
Mér hraus hugur þegar ég las síðustu færslu Lilju Mósesdóttir - vegna þess að ég trúi að hún sé að koma fram með sannleikann. Sannleika sem fæstir eru kannski að hugsa um í dag, en munu fá í stórum skell mjög bráðlega.
"Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg. Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunnar eða erlendu láni á okurvöxtum. Í stað þess að spyrna við fótum eins og Icesave málinu hallar þjóðin sér að stjórnmálaflokkum sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum."
Lilja Mósesdóttir
Að afnema höftin, sem vissulega voru ekki sett nema vegna brýnnar nauðsynjar, gerir það að verkum að krónur munu flæða óhindrað út úr hagkerfinu þegar innflutningur getur hafist án nokkurra hafta. Þetta mun gera það að verkum að viðskiptahalli verður aftur neikvæður og gjaldmiðillinn okkar mun verða enn veikari.
Höfum við efni á því? Þurfum við ekki fyrst að koma á heilbrigðri fjármálastefnu?
Að taka enn eitt erlent lánið þýðir bara það að almenningur verður settur í enn meiri skuldafjötra. Skuldir sem almenningur mun þurfa að greiða.
Af hverju?
Hagsmunaaðilar þurfa að ganga frá sínum málum til að geta haldið áfram á sinni braut. Kostnaðinum við það á að koma á almenning.
En við getum sagt hingað og ekki lengra.
Við gátum það áður og við getum það aftur. Með samstöðu þjóðar.
Þetta er mitt land og ég er ekki tilbúin til að selja það.

mbl.is „Forgangsröðun stjórnarflokkanna er galin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góð grein og sönn. Bara að fólkið skilji hvað er að eiga sér stað og afhverju við getum ekki borgað skuldir okkar.

Ólafur Örn Jónsson, 5.5.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband