4.12.2013 | 07:46
Leiðrétting íbúðarlána? Nei - svo aldeilis ekki.
Nú er liðið eitt og hálft ár síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan? Maður gæti eins vel barið hausnum í stein eins og að reyna að tala um aðgerðir stjórnvalda á einn eða annan hátt.
Og að berja hausnum í stein - það er sárt.
Tek samt hattinn ofan, þennan sem ég á ekki til lengur, ofan fyrir þeim sem hafa haldið þetta út.
Manni hefur blöskrað svo margt undanfarin ár þegar kemur að stjórnmálum og allri hringavitleysunni eftir hrun að það var eiginlega annaðhvort að draga sig í hlé og slökkva endanlega á fréttatímanum, eða bíða þess varanlegan skaða að reyna að gera sitt besta til að varpa smá ljósi á alla vitleysuna sem fæstir taka mark á - enda fæddir inn í þennan flokk eða hinn og syngja haleluja í hvert skipti sem einhverju fögru er lofað.
Steininn tók út í síðastliðsnum kostningum sem skörtuðu svo mörgum stjórnmálaflokkum að það þurfti að gefa út bækling sem slagaði hátt í símaskránna fyrir kjósendur á kjörstað.
Nei - ég tók ekki þátt. Í fyrsta skipti eftir að ég fékk kosningaraldur þá ákvað ég frekar að opna einn kaldann og láta ekki sjá mig á kjörstað. Enda vitleysan komin útyfir neðstu mörk skalans sem notuð er fyrir lestrarkunnáttu barna í 4. bekk ( mitt mat - biðst afsökunar).
Svo afhverju er ég að hafa fyrir því að opna þetta blogg núna?
Góð spurning.
Svarið eru hinar stórkostlegu aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar vegna yfirskuldsettra eigna og eignaupptöku í boði banka og lánastofnanna. Eitthvað sem sumir kalla verðtryggingu en enginn þekkir sem ekki býr á Íslandi.
Hitt er hvað allir eru iðandi af gleði vegna þess að nú fari þá efnahagsástandið (sem er nú búið að ljúga að mörgum að hafi farið þvílíkt batnandi undanfarin tvö ár) fari nú batnandi - aftur.
http://www.forsaetisraduneyti.is/leidrettingin/
Hérna er þessi frábæra lausn sem eflaust margir trúa að sé frábær lausn. Æ - fyrirgefið ef ég eyðilegg þetta fyrir ykkur í miðjum gleðidansi.
Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um verðbætur sem samsvara 4,8%bla bla bla sem samsvara síðan 13% samkv. vísitölu neysluverðs - en hámarkið eru 4 milljónir. Sem þýðir að þeir sem tóku lán uppá ca. 9 milljónir ( eða með slíkan höfuðstól fyrir 2008) gætu verið í sömu sporum og fyrir hrun og fengu leiðréttingu á eignaupptökunni. Sorry - efast um að þeir sem eru með að lág lán fái yfirhöfuð leiðréttingu, þar sem það er ekki ennþá búið að gefa út smáa letrið. Verðtryggð lán hækkuðu hinsvegar um ca 80% ef ég man rétt. Lögmæti þessara hækkana hefur ekki verið staðfest í dómstólum, en þeir sem lesa lög og hafa fjallað um þetta vita að verðtryggð lán eru í raun ekki lögleg. En auðvitað er þetta brilliant lausn......
Úps - fyrir hrun var Seðlabankinn með takmarkið í rúmum 5% á verðtryggingu. Bara svona smá innskot.
Auðvitað gerist þetta ekki að sjálfu sér. Fólk verður að sækja um þessa "leiðréttingu" og ofan á allt saman á lánveitandi að vera umsjónaraðili leiðréttingar og annast framkvæmdina.
Eðlilega hef ég tröllatrú bæði á bönkunum og Íbúðarlánasjóði........ hikst. Allavega eru þessar stofnanir snillingar í smáu letri og lögfræði innheimtu, dráttarvöxtum og fleiru skemmtilegu.
Ofaná þetta er okkur boðið að nota séreignarlífeyrissparnaðinn til að greiða niður höfuðstól þessara stökkbreyttu lána. Skattfrjálst. Við auðvitað vitum öll að fyrirtæki og launagreiðendur eru í þvílíkri uppsveiflu og atvinnuleysi fer mjög svo lækkandi...... ha.
Launagreiðendur auðvitað ráða starfsmenn sem aldrei fyrr þar sem þeim munar ekkert um að t.d. tryggingargjald launa hefur hækkað úr 5,34% í 7,69% frá árinu 2008. Þess utan munar þá minnst um að greiða lögboðið mótframlag í lífeyrissjóð og séreignar lífeyrissparnað. Nákvæmlega þessvegna eru allir með vinnu........ atvinnurekendur þurfa síst að draga saman seglin útaf nokkrum tugum milljóna (eða hundruða - svona eftir stærð fyrirtækja) og þessvegna er efnahagslífið í þvílíkum blóma.
Æ - ég gleymdi. Tölur sýna það að atvinnuleysi fer minnkandi. Þið trúið því auðvitað.
En vitiði hvernig atvinnuleysi er reiknað út?
Það eru þeir einstaklingar sem eru á skrá vinnumálastofnunar og hafa réttindi til þess að fá bætur. Undanfarin ár hafa þúsundir misst þessi réttindi vegna langvarandi atvinnuleysis og heyrst hefur að nú um áramótin bætist við allavega 2000 í viðbót. Sem þýðir að atvinnuleysi minnkar ekki satt? Jú jú, ásamt þeim sem fá nú hvorki vinnu - né bætur.
Aðgerðaráætlunin klikkar svo út á því að segja að skuldir heimilanna séu um 108% af vergri landsframleiðslu sem sé "hátt hlutfall" í alþjóðlegum samanburði. Fyrirgef aftur - hátt hlutfall er mjög mjög vægt til orða tekið. Sjáum til. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem framleidd er á landinu. Sem þýðir - skuldir heimilanna er hærri en allt sem við framleiðum og seljum á landsvísu.
Það er nú hagvöxturinn sem ríkisstjórnin státar af.
Og afhverju er hagvöxturinn ekki meiri en raunverulegt er? Nú, það er vegna þess að fyrirtæki hafa ekki efni á að hafa fólk á launum vegna ofurskatta á fyrirtæki, sem þýðir að framleiðsla og sala er mun minni en hún gæti verið - sem þýðir að bættur efnahagur landsins getur ekki átt sér stoðir í neinu nema framsögu þeirra sem græða á því.
En samt skulu þessir sömu atvinnurekendur greiða niður höfuðstól landsmanna á húsnæðislánum í gegnum séreignar lífeyrissparnað.
Ef ég nennti að útfæra þessa stjórnmálasjónhverfingu ítarlegar - þá kannski mundi ég gera það. En ástæða þess að þetta er fyrsta bloggið mitt í 18 mánuði er einmitt vegna þess að ég er svo gjörsamlega búin að fá nóg á allri þessari vitleysu.
Þið getið kallað þetta jólabónus þar sem - enn einu sinni - blöskrar manni hverju á að ljúga að fólki svo það geti hoppað hæð sína í loft upp vegna góðmennsku ríkisstjórnarinnar og hversu vel landinu er stjórnað.
Muniði bara að lesa smáa letrið..........
Athugasemdir
Mjög vel skrifað Lísa Björk og ég vona að þú sért komin úr bloggfríinu þínu og að við fáum að sjá fleiri beittar og góðar greinar frá þér :)
Það er svo sannarlega mikið af smáu letri í nýju tillögunum og á án efa eftir að bæta við þar.
Í stuttu máli þá er ætlast til að við greiðum sjálf fyrir leiðréttinguna.
Ég er nokkuð viss um að það er búið að splæsa í nokkrar kampavínsflöskur hjá yfirmönnum lánastofnana og menn búnir að fagna vel á þeim bæjum.
Jón Óskarsson, 4.12.2013 kl. 12:01
Takk Lísa.
Sigurður Haraldsson, 4.12.2013 kl. 15:35
Frábær pistill og svo sannur. Almenningur hér á landi er hafður af fíflum aftur og aftur og því miður, virðist njóta þess. Hvernig er þá hægt að vorkenna svona fólki. Gerði nákvæmlega sama og þú, fékk mér einn kaldann og hristi hausinn. Til hvers að kjósa um ekki neitt fyrir ekki neitt. Hér verður engin breyting og fólki er ruglað fram og til baka um hversu allt sé orðið gott. Svo ég tali nú ekki um smáaletrið...!
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 22:52
Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.
Hörður Þórðarson, 5.12.2013 kl. 23:26
Þetta meistaranám á að taka eitt og hálft ár. (fjármál fyrirtækja)
Hvað ertu búinn að vera lengi í þessu námi?
Sleggjan og Hvellurinn, 7.12.2013 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.