Verður nauðungarsölum frestað - hmmm og hvað svo?

Búið er að samþykkja að vísa frumvarpi um frestun nauðugarsala til Alþingis í kjölfar þess sem þeir kalla aðgerðir í þágu heimilanna. Auðvitað er ekki búið að samþykkja frumvarpið í þessum töluðu orðum.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/12/06/naudungarsolum-frestad-fram-yfir-mitt-naesta-ar/

Önnur skemmtileg frétt er að lánshæfismats fyrirtækið Fitch telur skuldaleiðréttinguna ekki hafa áhrif á ríkissjóð en mögulega á erlenda fjárfesta bankanna.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/12/06/fitch-metur-skuldaleidrettingar-hafa-ekki-ahrif-a-stodu-rikissjods/

Já og einmitt - sko.

EF frumvarp um frestun nauðungarsala nær í gegn, þá þarf fólk að leytast við að biðja um það sjálft. Verður það sami hryllingurinn og þegar fólk leitaði til Umboðsmanns skuldara og virkilega trúði að það fengi bót sinna mála? Aðþað ætti virkilega að hjálpa þeim. Ef einhver efast þá mæli ég með að lesa svona nokkrar nýjustu færslur á vef Hagsmunasamtaka heimilanna.

http://www.facebook.com/groups/heimilin/10152114137084289/?comment_id=10152115115744289&notif_t=like

 Þar eru nokkrar sögur um það ferli sem því miður allt of margir kannast við. Aðstoðin var sumsé - þegar allt kom til alls - engin. Fólk barðist fyrir því sem það taldi vera rétt sinn í tvö til þrjú ár, bara til að brotna niður og gefast upp. 

Fyrirgefið ef ég hrópa ekki húrra.

Nú kemur þetta. Sjálfsagt tekur það, líkt og þetta með umboðsmann, marga mánuði eða jafnvel ár að velkjast um í kerfinu og bíða svara. Sennilega þyrfti að fjölga starfsfólki sýslumannsembætta töluvert ef þetta frumvarp fer í gegn. Líkt og talað er um að fjölga þurfi starfsfólki Íbúðarlánasjóðs ofl.

Nú - svo fer fólk yfir stöðuna og sér að í raun er það búið að tapa því sem það átti í eigninni eftir sem áður. Fólk sem fór 110% leiðina hefur ekki rétt á leiðréttingu. Það var búið að reyna að bjarga sér fyrir horn og sitja uppi með lán sem var umfram markaðsvirði eignarinnar. Bara til að reyna að halda heimilinu sínu. Þetta var svo fáránlega slæm "lausn" á sínum tíma. Að skulda allt í einu meira en það sem það sem íbúðin kostaði og sætta sig við það. Tja - ekki eins og fólk hafi haft mikið val svosem. Það var þetta eða að tjalda í Laugardalnum. Fólk þarf jú þak yfir höfuðið - það er bara eitt af grunnþörfunum. Þó svo að fyrir vikið hafi það ekki haft efni á að nærast, sem er líka eitt af grunnþörfunum. Segi ekki meir.

Hvað svo með þá sem eru búnir að missa allt sitt á nauðungarsölu? Þar sem það tók alveg heil fimm ár að koma með þessa "lausn" ef það má kalla það því nafni? Eiga þær að ganga til baka? Fær fólk heimilið sitt aftur? 

Neh.

Svo er það hin stórmerka niðurstaða lánshæfisfyrirtækisins. Að þetta komi nú ekki svo mikið við ríkissjóð. Auðvitað ekki. Bankarnir sitja með eignir á efnahagsreikningi sínum sem eru ekkert nema loft. Það er ekkert þarna á bakvið. Að þeir þurfi að fara í lágmarks leiðréttingu á því sem venjulega væri talið eðlilegt, þar sem ársreikningur/efnahagsreikningur á að sýna rétta stöðu, eru engin geimvísindi. Málið er bara, að það sem stendur á efnahagsreikningi lánastofnanna og flokkast sem "eignir" eru engar eignir. Þetta er loft - innihaldslausar tölur sem á að reyna að rukka inn hjá lánþegum. En djö..... það tókst bara ekki.

Auðvitað hefur efnahagsreikningurinn þó áhrif á fjárfesta. Þeir fjárfesta í eignum - þessum tölum sem sitja eignamegin á efnahagsreikningi bankanna og gefa það til kynna að eignir séu hærri en skuldir og allt sé í góðu lagi. Þó svo það sé ekkert á bakvið upphæðina svona raunverulega.

Svo nú halda kannski kjósendur að ríkisstjórnin sé að standa við loforðin sín. Þetta eru meira að segja þvílíkir snillingar, að það varla kemur við ríkissjóð, en gæti sett okkur í ruslaraflokk aftur hvað fjárfesta snertir. Það er nú búið að hóta því svo oft.

Hver man ekki eftir Icesave?

Það er eitt sem þetta gæti haft í för með sér til skamms tíma. Þeir sem þekkja til hagfræði vita, að væntingar fólks til framtíðarinnar hafa gífurlega mikið að segja. Ef fólk horfir björtum augum til framtíðar þá hefur það jákvæð áhrif inn í efnahagslífið. Þess vegna eru stjórnmálamenn duglegir við að kasta ryki í augu fólks sem er hálfblint á þessi fræði. Stundum virkar það, stundum ekki.

Það sem ég held - VONA - er að við hérna á skerinu séum farin að læra af öllum fögru loforðunum sem og aðgerðunum, sem höfðu í raun ekkert að segja og krefjumst raunverulegra aðgerða.

Tja - bara svona mín skoðun.

Persónulega er ég löngu hætt að trúa á þetta, við skulum segja af fenginni reynslu.

En hey - ég er bara kona........

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lánshæfismat Íslands fór samt allt meir og minna í ruslflokk við Icesavevitleysuna. Vitleysu sem breytti engu fyrir stöðu skuldarinnar en skapaði bara aukaskaðakostnað.

Svo tekst með mikilli nákvæmni og þolinmæði og margskonar jöfnunaraðgerðum að þoka lánshæfismati aftur í stöðugt og svo smá mjaka því uppá við.

Það er ótrúlegt kæruleysi og óábyrgt að ætla að stofna því öllu aftur í voða.

Eg er á því, að ef fíflagangur hefði ekki byrjað þarna eftir hrun varðandi erlendar skuldbindingar, þ.e.a.s. að akkskyns töfratrikk áttu að vera til staðar, ganga í Parísarklúbbinn, defálta, svína á útlendingum hægri vinstri o.s.frv. - þá væru Ísland bara í fínustu málum núna.

Vandamálið er að þegar byrjað er á ofanlýstu - þá er svo erfitt að stoppa og skaðinn er svo mikill til lengri tíma.

Jafnframt snýst lánshæfi eða erlendar fjárfestingar ekki aðeins um banka. Snýst um almennt fjárfestingu erlendra aðila hér og ekki síður lánakjör sem Íslendingum bjóðast erlendis. Þetta tvennt versnar allt saman í hvert skipti sem lýðskrumsfíflagangur fer í gang - og það hefur svo áhrf hérna uppi á margskonar hátt. Td. með hærri vöxtum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband