Það er yndislegt að vera kona!

Hvaðan kom þessi titill?  Jú, ég var að skoða innlegg um konur og fegurð.  Einhver bæjarstjóri í henni Ástralíu gaf út þá yfirlýsingu að bærinn hans væri kjörinn staður fyrir ófríðar konur sökum þess að fimm karlmenn væru um hverja konu.  Úff bara hugsaði ég.  Þvílík smásál.  Sem betur fer stukku karlmenn úr hverju horni og blogguðu um fegurð konunnar!!

Að mínu mati kemur fegurðin innanfrá og hún eykst með þroska og aldri konunnar.  Sérhver manneskja hefur líka útgeislun sem sjaldnast næst á mynd en getur gert hvern sem er að fegursta undri veraldar.  Það er til dæmis talað um útgeislan ófrískra kvenna.  Manni líður sjaldnast eins illa eins og einmitt á meðgöngu (mér að minnsta kosti) en samt glóir maður af gleði.

Og bara allt í einu fór ég að hugsa um hvað ég væri heppin að vera kona.  Þegar börnin mín líta á mig veit ég að þau sjá fallegustu og elskuðustu mannveru í heimi.  Ekkert annað skiptir máli á þeirri stundu.  Ég er kona og ég get gert það sem ég vil.  Ég hef menntað mig, en samt hef ég ekki áhuga á því að vera í brjáluðu framakapphlaupi.  Ég er nefninlega kona og mamma.  Ég get verið ánægð með sjálfa mig þótt ég stefni ekki á toppinn í mínu fagi.  Það tekur tíma frá því dýrmætasta sem ég á - fjölskyldunnar minnar. 

Karlmönnum er mun meira otað út í framakapphlaup, jafnvel á dögum feðraorlofs.  Rauðsokkur vilja jöfn kjör og jafna möguleika við karlmenn.  Jú jú - ef maður vill fórna lífinu fyrir það og vinna öllum stundum.  En ég kýs það að vera kona - ég er kona - og mennirnir mega vel vinna meira en ég og fá eitthvað hærri laun fyrir vikið.  Og kannski hafa þeir ekkert val.

Það er yndislegt að vera kona.  Líða vel í vinnunni, líða vel í eldhúsinu og bara að vera sáttur við sjálfa sig.  Hafa takmarkaðar áhyggjur af appelsínuhúð eða hrukkum - það er landlægur andskoti sem mun fyrr eða síðar skjóta upp kollinum.  Þá bara brosir maður breiðar og þá tekur enginn eftir einhverjum aukalínum við augun.

Lífið er snilld stelpur - njótum þess eins og við erum!!!!!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Hæ Lísa langt síðan ég hef séð þig.  Þetta er flott blogg hjá þér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.8.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vá - hæ.  Þetta er greinilega rétti staðurinn til að hitta fólk:)  Ég er svona aðeins að stíga mín fyrstu skref á bloggheimum - bara soldið gaman að þessu......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.8.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki svona málefnaleg þegar ég blogga, en takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband