6.11.2008 | 18:01
Íslenska þjóðin þarf að standa saman
Ég fagna því að sjá að slíkur hópur fólks taki sig saman og krefjist aðgerða. Ég er sammála því að nú þurfum við Íslendingar sterka og góða leiðsögn til að leiða okkur úr þessum ógöngum.
Mikill tími, reiði og orka hefur farið í að finna sökudólga, ásaka stjórnmálamenn og standa í mótmælum. Íslenska þjóðin sem og stjórnin er klofin. Fólk er ósammála um flest. Sumpart vegna eigin skoðana sumpart vegna skorts á upplýsingum.
Fólkið í landinu þarf til dæmis ýtarlegar upplýsingar um það hvað aðild að ESB felur í sér. Það eru alltaf rök með og á móti. Það á við um svo til alla hluti. En það þarf að vega og meta kosti og galla í þessum málum líkt og öðrum og það getur almenningur ekki gert án þess að vera vel upplýstur.
Það gagnast engum að hamast of lengi í fortíðinni - staðan er eins og hún er. Við þurfum að koma því til leiðar að fólkið og fyrirtækin í landinu sökkvi ekki til botns í þessu ástandi. Það þarf að skoða innflutningstolla til að auðvelda áframhaldandi innflutning þeirra fyrirtækja sem nú þurfa jafnvel að staðgreiða allt sem keypt er til landsins.
Skattlagningu fyrirtækja og almennings, lágmarkslaun, atvinnuleysisbætur ofl. Allt þarf að skoða. Stuðning við fyrirtækin í landinu.
Afnám verðtryggingar þarf að taka fyrir. Við þurfum bæði að berjast við gengið og verðtrygginguna. Fyrirtækin finna aðallega fyrir gengissveiflum, almennir landsmenn fyrir verðtryggingu - og nú stefnir á verðbólgu og atvinnuleysi. Sé það ætlunin að huga að hag þjóðarinnar, þá er þetta brýnt verkefni.
Reyndar hef ég ekki lesið Nóvemberáskorunina til hlýtar, en það sem ég hef lesið er meira og minna það sem maður hefur verið að velta fyrir sér undanfarna daga. Og einmitt líka - að hafa fólk frá ymsum stéttum og með ólíkan bakgrunn í samstarfi. Ísland er svo lítið land, klíkuskapur og vinavæðing allsráðandi sem hvergi annarsstaðar. Menntun, greind og dugnaður er ekki metinn til jafns við samflokksmann eða kunningja. Þessu þurfum við líka að breyta.
En fyrst þurfum við að standa saman og hætta að berjast innbyrgðis. Leyfa fólki að vinna sína vinnu og svo má rífast seinna þegar tími vinnst til.
Nóvemberáskorunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að reiðast yfir því að Davíð Oddsson og klíka hans er búin að eyðileggja efnahag Íslands eru eðlileg og heilbrigð viðbrögð.
En það er enginn búinn að tapa glórunni nema ríkisstjórnin og "hryðjuverkamaðurinn" í Seðlabankanum.
Þeir eru búnir að klúðra öllu sem hægt er að klúðra og eiga víkja þegar í stað.
RagnarA (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:28
Heyr heyr, burt með spillingaliðið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:17
Jú mikil ósköp Ragnar - en hvað á að vera reiður lengi. Hvernig væri að virkja reiðina í eitthvað sem gagnast þjóðinni?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 15:44
Svo mikið satt Lísa.
Reyndar finnst mér bylja hæst í tómu tunnunum þessa dagana, ég er við það að ærast !
Stefanía, 7.11.2008 kl. 23:23
Mér er ekki að renna reiðin enda eins gott því annars fæ ég örugglega áfall.
En ég veit hvað þú ert að meina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 23:02
Satt og rétt - við þurfum að fá meiri upplýsingar - fá að fylgjast betur með því sem er að gerast hverju sinni - og losna við bvévað spillingarliðið!
Knús og kreist á þig í nýja vinnuviku ...
Tiger, 10.11.2008 kl. 15:46
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.