Allir í bátana og úr lífsins ólgusjó.....

Óvíst er hvort kreppugosið hefur náð hámarki og því er víst að landinn er viðbúinn því að þurfa að hörfa undan ólgandi gengishrauni og fjármálaösku sem æðir yfir landið. Eiturgufurnar sem stíga upp af daglegum fréttaflutningi ástandsins í landinu, orsaka þess og afleiðinga hefur nú þegar slævt og sljógvað hinn almenna borgara. Eldur blossar upp hér og þar í hrúgum óborgaðra reikninga og slökkvistarf gengur illa. Fólk er nú þegar farið að flykkjast frá landi enda fara lífskjör hríðversnandi. Stjórnvöld í landinu virðast ráðþrota. Komið hafa fram hugmyndir um að gangast noregskonungi á hönd þar sem sjálfstæði þjóðarinnar virðist í uppnámi. ESB kolkrabbinn teygir anga sína til landsins og sjá má glampa í augum hans, enda landið ríkt af náttúruauðæfum. Bretar hafa nú um nokkurt skeið haldið uppi skæruárásum á íslenska ríkið og sjá sér leik á borði að ná fram hefndum fyrir þorskastríðin forðum og sölsa undir sig landhelgi Íslands með því að gjaldfella okurlán með veði í ríkiseignum.

Er því ekki að undra að landinn nurli saman síðustu íslensku krónunum til að kaupa sér one - way - ticket eitthvert annað. Enda mun krónan brátt breytast í Matador peninga.


mbl.is Margir fluttu frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála öllu hér, botninum er hvergi náð.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband