21.8.2009 | 17:43
Hljóta HLJÓTA !!! Eru stjórnmálamenn að tapa sér!
Heyrðu nú Össur karlinn og aðrir þeir sem eru sömu vafasömu skoðunar og þú! "Hljóta" er bara enganvegin og fáranlega langt frá því að vera nógu gott. Vonandi dettur engum þarna inni á þingi til HUGAR að samþykkja samningana með fyrirvörum sem einungis "hljóta" að halda. Þið HLJÓTIÐ að átta ykkur á því að þar með eruð þið til í að taka sénsinn á því að selja þjóðina í ánauð! Þið HLJÓTIÐ að þurfa að vera alveg 150% viss - og jafnvel meira en það.
Ef þetta er sú vissa sem þið hafið varðandi fyrirvarana, er þá nokkuð annað í stöðunni en að hafna alfarið samningunum og semja alfarið uppá nýtt. Útbúa samninga sem innihalda alla þá varnagla sem þurfa til að VISSA ríki um framtíð okkar!
Þið HLJÓTIÐ að vita að þjóðin reiðir á ykkur. Hér er ekki neitt ESB dæmi í gangi, þar sem þjóðin er klofin í með/móti fylkingar. Hér er málefni sem varðar alla þjóðina!
Þið HLJÓTIÐ að átta ykkur á því - því ellegar hafið þið lítið inni á Alþingi þjóðarinnar að gera.
Fyrirvararnir hljóta að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki veit ég mikið hvað gera skuli í þessu IceSafe máli en spurt er hvað gerir gersigruð þjóð ? Hvað er best fyrir framtíð barnanna burtséð frá pólitískum skoðunum. ?
Kveðja
Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 18:44
Ég neita nú að viðurkenna að við séum gjersigruð. Við fengum strax jákvæð viðbrögð frá umheiminum þegar settir voru fram þessir fyrirvarar um að stjórnin hér væri þó eitthvað að gera í okkar málum. Svo það sýnir sig að það vekur virðingu að láta ekki valta yfir sig á skítugum skónum. Við eigum að vera föst á okkar, láta ekki stórveldin jarða okkur. Við getum gert raunhæfa samninga sem tekur tillit til stöðu okkar. Og ef Bretar neita að samþykkja, þá grunar mig að við stöndum uppi sem sigurvegarar með umheiminn á okkar bandi.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.8.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.