1.9.2009 | 10:36
Gæti ekki verið meira sammála!
Það er gott að æ fleiri úti í hinum stóra heimi sjá sig knúna til að skrifa um það hvernig stórveldið Bretland og Holland eru að koma fram við Íslensku þjóðina í þessum samningsmálum. Raddirnar eru að verða hærri sem segja að við höfum verið kúguð til að skrifa undir samninga, með AGS og Evrópusambandið að vopni.
Það iljar manni að sjá skorað á Evrópuþjóðirnar um samstöðu til hjálpar Íslandi að reisa við efnahag og stjórn landsins að nýju.
Okkar mál er svo að sýna það og sanna að við látum ekki kúga okkur. Láta alheiminn vita að við viljum nýja samninga, byggða á lagalegum grunni og þar sem tillit er tekið til stöðu okkar, smæðar þjóðarinnar og efnahags, svo eitthvað sé nefnt.
Við erum greinilega ekki ein í heiminum - og það er gott að vita.
Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum aldrei ein þegar við höfum Færeyjar sem besta bandamann.
Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:28
Góður pistill frænka. Kannski forðar það okkur frá ESB vitleysunni að við eigum líka óvini ss. Breta og Hollendinga og nú síðast líklega Þjóðverja.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 1.9.2009 kl. 17:58
Takk frændi :) Já Færeyjar eru alveg ágætar - viss um það bætast fleiri í hópinn.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.9.2009 kl. 19:44
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2009 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.