Hvað skyldi Jóhanna meina með "farsælli lausn"?

Einhvernvegin er maður ekki fullur trúnaðartrausts til þeirra aðila sem voru tilbúnir til að samþykkja Icesave-samningana óbreytta. Því fer eðlilega hrollur um mig þegar Jóhanna talar um farsæla lausn. Eiga Bretar og Hollendingar ekki bara að segja já eða nei?

Nú ef þeir segja nei og vilja nýja samninga þá er alveg morgunljóst að maður treystir ekki þeirri ríkisstjórn og þeim sem voru í umboði fyrir gömlu samningana til að setjast aftur niður að samningaborðinu.

Getur fólk ekki bara andað rólega og farið að setja allt á fullt í málefnum heimila og fyrirtækja hérlendis - við fáum hvort sem er enga flýtimeðferð í ESB og evran er ekkert í sjónmáli. Allur þessi æðubunugangur í henni Jóhönnu í þessu máli og aðildarmálinu var því slæm tímaeyðsla svo ekki sé annað sagt.


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband