3.9.2009 | 23:38
Duglegur þinghópur í góðu sambandi við fólkið í landinu.
Ég fer oft inn á bloggið hjá Þór Saari. Þar getur maður meðtekið hvað er að gerast innan sala alþingis á mannamáli. Hann er fastur fyrir og fylgir eigin sannfæringu. Vel menntaður og veit hvað klukkan slær. Þær Margrét og Birgitta hafa einnig staðið sig með sóma og prýði. Eru líka fastar fyrir og láta ekki segja sér hvað þær eigi að segja. Þarna er fólk sem metur stöðuna, endurmetur hana þegar nýjir þættir koma í ljós og fara eftir eigin samvisku.
Þetta er vel í anda stjórnarskrár okkar þar sem stendur:
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Þetta er lýðræði. Alþingismenn eiga að fylgja sinni sannfæringu. Þeir hafa nýjustu upplýsingar um málefni og vita hvað fram fer innan Alþingis. Allt of margir alþingismenn hundsa eigin sannfæringu til að fylgja flokknum, styrkja stöðu sína í ríkisstjórn eða gagnvart kjósendum.
Ekkert þremenninganna hefur orðið uppvíst að þessu. Þau fylgja eigin sannfæringu og vinna verk sín vel. Ég hef heyrt til þeirra á þingi reyna að minna á vanda heimilanna þegar fjallað hefur verið um ESB eða Icesave. En því miður þá fá þau jú engu ráðið um dagskránna sem þar fer fram.
Stjórn Borgarahreyfingarinnar deildi harkalega á þingmennina vegna þess að þeir greiddu ekki atkvæði með aðildarviðræðum ESB. Þingmennirnir hinsvegar skýrðu afstöðu sína bæði fyrir hreyfingunni og almenning og gerðu það vel. Ég er viss um að meirihluti þjóðarinnar var þeim sammála. En stjórnin vildi ráða - en fékk ekki.
Það var "Þjóðin á þing" ekki "Stjórn BH á þing"? Því þegar stjórn vill hafa allt vald á sínum höndum þá erum við ekki lengur að tala um lýðræði heldur flokksræði.
Með þessu framboði er þessi hópur, sem er hluti fyrri stjórnar sem hvað hæst lét, í raun að lýsa vantrausti á þingflokkinn. Reyndar ekki í fyrsta skipti en virðist nú vera full alvara að ná völdum innan hreyfingarinnar með lögum og skipuriti sem setur þingflokkin í skrúfstykki undir stjórn. Skipuritið sýnir það greinilega að þingflokkurinn skal heyra undir stjórn hreyfingarinnar í stað þess að vinna með henni. Það á að tryggja það að þingmenn hafi ekki sjálfstæða skoðun á málefnum þjóðarinna - þrátt fyrir að vera betur upplýstir hverju sinni.
Hvað er grasrótin?
Talað er um að BH vinni fyrir 14000 kjósendur. Veit ekki hvað meðlimir BH - grasrótin - eru margir. Hve skyldu margir þeirra vera verulega virkir? Hversu mikið fylgjast þeir með þjóðmálunum? Eru skoðannir þeirra litaðar af reiði? Eru þeir vel upplýstir?
Hvernig á mislitur hópur fólks sem stjórnast af mismunandi tilfinningum, væntinum, upplýsingum og skoðunum að stjórna þinghóp? Það er - gott fólk - ekki gerandi. Aldrei hefur sést það skipurit í raunveruleikanum sem hefur 100 - 1200 stjórnendur og 4 menn sem fylgja fyrirskipununum. Og hvað verða þessi 1200 lengi sammála? Nú eða þessi 12?
Árangur felst í samvinnu og trausti.
Hreyfing ætti að sýna þingmönnum sínum traust til að taka réttar ákvarðanir. Sýna þar með almenningi og kjósendum að bæði hreyfingunni og þingmönnunum sé treystandi. Vinna með þeim og útskýra afstöðu þeirra fyrir kjósendum gerist þess þörf. Það er samvinna og samstaða.
Stór hluti þjóðarinnar ber virðingu fyrir þessum fersku þingmönnum sem hafa virkilega látið til sín taka á þingi. Ef stjórn hreyfingarinnar með þessu móti gefur til kynna að hún treysti ekki þingmönnunum þá er ég hrædd um að þjóðin hætti að treysta hreyfingunni.
Þjóðin kaus þessa þingmenn. Ekki bara Borgarahreyfinguna!
Bjóða sig fram í stjórn Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Stór hluti þjóðarinnar ber virðingu fyrir þessum fersku þingmönnum sem hafa virkilega látið til sín taka á þingi".
Er komin ný skoðanakönnun Lísa?
Eða er þetta þið mat á hvað stórum hluta þjóðarinnar finnst?
Svo er það hluti af lýðræðislegum vinnubrögðum að bjóða sig fram til verka fyrir hreyfingar og flokka.
Ertu ósátt við það?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2009 kl. 00:02
Nei Jenný - það er ekki komin ný skoðanakönnun - þetta er kannski bara mitt mat á því hvað ég hef heyrt og séð marga segja og skrifa þeim góðar sögur. Mun meira en hitt.
Það er lýðræðislegt að bjóða sig fram til verka fyrir hreyfingar og flokka og ég er ekki ósátt við það. Mjög eðlilegt.
En ég sé ekkert áberandi gagnframboð. Oftast er það þannig. Svolítið merkilegt hvað þetta framboð auglýsir sig upp - kortéri eftir að það var að úthúða þingflokkinn opinberlega. Tja - eða það sem eftir er af honum eftir síðasta upphlaup.
Kemur svolítið spánkst fyrir sjónir. Svona eins og það sé verið að ýtreka vanvirðingu á þingflokkinn. En það er nú bara eins og ég sé það.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 00:23
Ég ætla að mæta á landsfundinn laugardaginn 12.09 og ætla ég ekki að láta uppi hvað ég geri þar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2009 kl. 00:48
Borgarahreyfingin var stofnuð í lok febrúar 2009. Þinghópurinn varð hins vegar til upp úr kosningunum í lok apríl. Við sem að þessu framboði stöndum viljum að Borgarahreyfingin verði það sem til var sáð, öflug grasrótarhreyfing með virkri þátttöku sem flestra. Þingmennirnir verða svo að eiga það við samvisku sína hvort þeir láti félagsstarfið móta sannfæringu sína eða hvort þeir sigli sína eigin leið. Æskilegast væri auðvitað að þeir tækju fullan þátt í félagsstarfinu á jafnréttisgrundvelli.
Sigurður Hrellir, 4.9.2009 kl. 01:12
Ég er nú nokk að zjá þetta dáldið á þinn veginn, frekar en hinn veginn.
Þetta útbýtterí um kvennzkapinn, er eitthvað blómabarn zínz tíma.
Steingrímur Helgason, 4.9.2009 kl. 01:17
Þú talar um að "árangur felst í samvinnu og trausti". Lísa hvar hefur þú séð að fyrrverandi/núverandi stjórn hafi ekki viljað samvinnu, eða að um vantraust hafi verið að ræða ?
Ég hef verið og er tilbúin til þess að "sýna þingmönnum (sínum) traust til að taka réttar ákvarðanir. Sýna þar með almenningi og kjósendum að bæði hreyfingunni og þingmönnunum sé treystandi."
"Vinna með þeim og útskýra afstöðu þeirra fyrir kjósendum gerist þess þörf. Það er samvinna og samstaða." Þarna stendur, því miður, hnífurinn í kúnni.
Lilja Skaftadóttir, 4.9.2009 kl. 11:59
Lilja - þeir aðilar sem eru hér að bjóða sig fram til stjórnar hafa annað hvort sagt sig úr hreyfingunni með látum, sagt sig úr stjórn og verið með ásakanir gagnvart þingflokknum. Bæði vegna innanhússmála og afstöðu þeirra.
Þú talar um "rétt mál"! Rétt mál að mati hverra? Þingmaður hefur sjálfstæði til að taka upplýstar ákvarðanir. Ég þekki marga sem kusu BH sem voru fullkomlega sáttir við atkvæði þingmanna í ESB málinu. Það voru þeir sem höfðu hæst sem voru ósáttir. VG klofnaði líka í þessu máli - fylgdu ekki eigin stefnu mætti segja. Ég sé ekki þessi læti þar.
Það virðist sem ákveðinn hópur krefjist þess að ráða gjörsamlega yfir þingflokknum og taka ákarðanir alfarið fyrir hann. Aðrir sem kusu BH treysta þingmönnunum til að taka réttar ákvarðanir. Hvort heldur þú að sé meira traustvekjandi útí samfélaginu?
Sigurður Hrellir talar um jafnréttisgrundvöll. Það er nokkuð til í því. Hafa þingmenn og stjórn jafnan rétt í nýju skipuriti? Lítur ekki þannig út, því miður.
Í stjórnun er til svolitið sem heitir "garbage bin theory" eða skipulagt caos. Þar sem allir vilja ráða, taka ákvarðanir og stjórna. Sú stefna hefur aldrei virkað.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 12:57
Og eitt enn. Finnst engum athugavert að einn þingmaður hafi kosið gegn þeirri breytingartillögu að þjóðin fengi að kjósa um aðild að loknum aðildarviðræðum á þann hátt að það væri bindandi atkvæðagreiðsla? Atkvæðagreiðslan sem þjóðinni er nú boðið uppá er ekki bindnandi - stjórnin getur tekið mið af henni en er ekki bundin við það að fara eftir henni. Af því að breytingartillagan var felld. Þrír þingmenn BH sögðu já! Þeir vildu leyfa þjóðinni að kjósa! Ef það er ekki þjóðin á þing - þá veit ég ekki hvað það slagorð stendur fyrir.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 13:14
Takk fyrir að svara mér Lísa en segðu mér, hvar tala ég um "rétt mál" ?
Það hefði verið gaman að sjá þig í sumar þegar við vorum að vinna að nýjum samþykktum og þegar félagsfundir voru haldnir. Mjög skemmtilegir fundir, samanber þann sem við héldum í gærkvöld um HS orku og Magma meðal annars.
Ég get líka upplýst þig um að það er margt sem ég er ekki sátt við í drögum að samþykktum sem á að kynna á landsfundinum en sé ekki að það sé vandamál.
- ég mun kjósa með eða á móti þegar þessar samþykktir verða bornar upp á landsfundinum því þannig virkar lýðræðið Lísa. Ég ákveð ekki hvað öðrum finnst, ég hlusta á þeirra athugasemdir, stundum læri ég eitthvað eða fæ upplýsingar sem ég ekki var með, síðan tek ég mína ákvörðun.
- þetta er það sama og þingmenn okkar gerðu þegar kom að ESB atkvæðagreiðslunni og ekkert athugavert við það. Það hefði hins vegar verið nær að upplýsa félagsmenn um að það væri í bígerð að gera eitthvað sem hefði verið í samræmi við stefnu okkar.
- það má kalla þetta yfirgang og frekju, en þannig sá ég hreyfinguna virka þegar ég lagði af stað í þetta ævintýri.
- ég veit ekki um neinn sem ekki er algerlega meðvitaður um ómanneskjulega vinnu allra þingmanna á liðnu sumri.
Ég endurtek að lokum það sem þú segir í færslu þinni : "Vinna með þeim og útskýra afstöðu þeirra fyrir kjósendum gerist þess þörf. Það er samvinna og samstaða"Hver á að ákveða hvenær þess gerist þörf ?
Lilja Skaftadóttir, 4.9.2009 kl. 13:23
Mig langar að svara þér "Atkvæðagreiðslan sem þjóðinni er nú boðið uppá er ekki bindandi - stjórnin getur tekið mið af henni en er ekki bundin við það að fara eftir henni. Af því að breytingartillagan var felld."
Lísa ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Það mun ekki vera auðvelt fyrir íslenska ríkisstjórn né fyrir alþingismenn þegar þar að kemur, að samþykkja aðild ef þjóðin kýs ekki um inngöngu í ESB.
Hugsaðu þér hvernig yrði tekið á móti því á meginlandinu, Íslenska Ríkisstjórnin ákveður að ganga í ESB án samþykkir meirihluta landsmanna !
Lilja Skaftadóttir, 4.9.2009 kl. 13:28
Fyrirgefðu mér yfirganginn Lísa, en Sigurður, Lilja og Jenný, er það grasrótarstarf að kosinn sé listi hóps í stjórn en ekki einstaklingar?
Er það grasrótarstarf að hafa það í lögum hennar að stjórnin stjórni þinghópnum, fyrir mér er það flokssræði af verstu sort?
Er það grasrótarstarf að nokkrir einstaklingar skrifi bréf og afhendi nokkrum senditíkum sem svo birta bréfin í eigin nafni á bloggsíðum sínum?
Er það grasrótarstarf að ætlast til að þinghópurinn greiði atkvæði á þingi samkvæmt sannfæringu og samvisku stjórnar?
Eru þið svo vitlaus þarna þessi 12 mannahópur allur að þið sjáið ekki að þing hefur ekki enn komið saman eftir kosningar, það var engöngu sumarþing um tvö ákveðin mál og annað þeirra var tekið í forgang Fram yfir vanda heimila og fyrirtækja og ekki bara það heldur var það bæði sett Fram þanneiginn að þjóðin átti ekkert að hafa með það að gera eins og raunin varð en þinghópurinn utan Þráinn barðist fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um bæði um hvort ætti að fara í aðildarviðræður og ef þá um "samning" þegar hann lægi fyrir og þar með fylgdu þau stefnu skrá BH bara mjög ítarlega og þeim tókst, takið eftir því þeim tókst að kljúfa í sundur ESB málið og Icesave málið og þeim tókst að fá Icesave málið reifað og þeim tókst að fá að kalla til sín fagfólk til viræðna og ráðgjafar um Icesave málið og þeim tókst að koma inn breytingatillögum og allt þetta með sinn eigins þingfélaga á móti sér og nokkra félaga úr hreyfingunni sem urðu spældir af því að þeir fengu ekki nýjar kjaftasögur innan úr þinginu á klukkutímafresti til að slá um sig með úti í þjóðfélaginu.
Sigurður, Lilja og Jenný eru þið svo upptekin af eigin reiði, hatri og biturð út í allt og alla að þið stökkvið bara á næsta "röflvagn" og sjáið ekkert að því að nýða af fólki skóinn vegna þess eins að þið eruð ekki til í að viðurkenna að þið misskilduð eitthvað.
Ef ég stæði fyrir framan ykkur núna þá stæði ég á öskrinu yfir því hvað fólk getur orðið heimskt, en fólk er fífl.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2009 kl. 13:52
Öskraðu bara Högni:) það er virðist stundum nauðslynlegt. Flott innlegg.
Ég efast ekki um að margir lesa þennan þráð. En hefur ekkert komið frá frambjóðendum stjórnar sem styður það afhverju þau ættu að stjórna þingflokknum. Þau virðast ekki einu sinni sjá að þingflokkurinn kaus fyrir þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB málinu. Eða tóku þau ekki eftir því?
Þau virðast ekki gera sér grein fyrir að enn hefur ekki tekist að koma á umræðu um vanda heimilanna, niðurfellingu verðtryggingar og önnur málefni BH. Ég hef fullt traust þingflokksins til að berjast í þeim málum sem öðrum.
Það eina sem þessir fulltrúar jarma um sífellt er svikið ESB kosningaloforð sem ég fæ ekki séð. Eru engin önnur rök!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 14:15
Sammála þessu. Þingmennirnir stóðu sig vel við óvenju erfiðar aðstæður.
Og færslum 11 og 12.
Mæli hér með, að allir ESB fanatíkusar sem eru enn að reyna að skemma hreyfinguna með lynnulausum ESB áróðri, gangi þegar í stað yfir í Samspillinguna sem hefur engin önnur stefnumál. (utan að þjóðin borgi Iesafe svo að ekki verði stigið á tær annara ESB þjóða í umsóknarferlinu) Svei ykkur.
Á meðan að engin trygging er fyrir því að þjóðin fái að kjósa skilyrt um inngöngu. ( þ.e. engin lög hafa verið samþykkt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, eða aðrar líðræðis breitingar eins og stjórnlagaþing þjóðarinnar, utan aðkomu flokkaklíkukerfisins)
Þá er það ljóst að ESB umsókn er síst af öllu forgangs verkefni!
Fylgjum stefnuskrá flokksins. þar er af nægu að taka. Þessi Ríkisstjórn brást algjörlega í því að taka á vanda heimilana. þjóðin sem er bakbein líðræðissins er að sligast. Það viðgangast enn pólitískar ráðningar í embætti. Það er enn verið pólitískt að ráðskast með auðlindir þjóðarinnar. Það er enn ekki búið að endurheimta eina einustu krónu eða handtaka einn einasta glæpon eða láta einn einasta pólitíkus axla ábyrgð.
Það hlýtur að hafa forgang á meðan við höfum ekki neina vissu, um það að ef þessi stjórn verður enn við líði þegar kemur að inngöngu umsókn. Að Jóhanna misnoti ekki aðstöðu sína sem og hún gerði sem framkvæmdavald, er hún sat í hliðarsal og brúkaði fyrrum viðskiftaráðherra, Björgvin G sem senditík til að kalla fram fulltrúa Alþingis(löggjafavald) til að fullnægja flokks þjóðarnauðgun Samspillingar og berja fulltrúa til atkvæða í ESB málinu.
Og síðan greiddi atkvæði um það hvort við þjóðin ættum að borga skuldir einkafyrirtækja. Var jú hluti af spillingarpakkinu.
En ef að þið genguð í Borgarahreifinguna gagngert til að troða þjóðinni undir ESB. Ekki til að skapa það jafnrétti og bræðralag sem þjóðinni vantar. Og það líðræði sem við týndum og Borgarahreifingin stóð fyrir, þá eruð þið á röngum stað.
Annað hvort eruð þið með þeim sem standa á bak við stefnuskrá B.H. eða ekki! Hún er ekki flokin en þjóðin þarfnast hennar nú en ekki undirlægjuháttar við ESB.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:19
Ja há - mér sýnist það vera fleiri en ég sem eru ósammála afgreiðslu fyrri stjórnar í þinmönnunum þrem vegna ESB atkvæða. Stjórnar sem greinilega vill ekki víkja þó svo hún hætti bæði í hreyfingunni og stjórn........
Það er fullt af einstaklingum sem hegða sér svona. Ef þeir fá ekki það sem þeir vilja, þá hóta þeir að hætta/fara eða hvað þá helst til að koma vilja sínum í gegn. Þetta er kallað yfirgangur og frekja.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 16:49
Fyrigefðu Lilja - ég tók ekki eftir spurningunni "hver á að ákveða hvenær þess er þörf".
Nú veit ég ekki hversu stór hluti kjósenda var ósáttur við ESB kosninguna eða hvernig þeir komu þessari óánægju á framfæri. Oft er það nú þannig að ef maður er sáttur þá segjir maður fátt. Það eru þeir ósáttu sem hafa hátt.
Ef 1400 meðlimir eru í hreyfingunni, fenguð þið þá póst frá hvað - 400? Eða helming? Það hlýtur að hafa verið mikill fjöldi sem kom öllum þessum látum af stað. Hefði verið nær í kjölfarið að útskýra afstöðu þingflokksins og halda áfram vinnunni í stað þess að næra á þessari óánægju æ síðan.
Vona að þetta svari spurningunni.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.