8.9.2009 | 20:41
Ef háskólanemar færu á bætur....
..... mundi það vera mun dýrara fyrir ríkið en að leiðrétta námslánin. Fjöldi fólks fór í háskóla frekar en að skrá sig atvinnulaust, þó eflaust hefði það verið hagkvæmara fyrir námsmanninn. Þetta eru jú lán, ekki bætur. En ég tek undir þessa grein því meðan allt hækkar þá gera lánin það ekki. T.d. voru bókarkaup annarinnar (5 bækur) á rúmar 50þús kr. meðan bókastyrkurinn er 24þús. Þetta litla dæmis segir meira en mörg orð um skerðingu þá sem nemendur horfa nú uppá. Eins þurfa nemendur nú jafnvel að dreifa lánunum yfir heilt ár vegna tekjuleysis yfir sumarmánuðina.
Hvað ætla VG nú að gera? Halló Ráðherra?
Háskólanám forréttindi ríkra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margar hliðar á málinu. Grunnskólanám er t.d. forréttindi þeirra sem ekki eru lesblindir.
Lesblindir grunnskólanemar verða af þeim rétti að læra að lesa í mörgum tilfellum hér á landi.
En möguleikarnir virðast eiga að vera þeirra sem komust svo langt sem það að verða læsir í grunnskóla. þetta hljómar kanski sem útúrsnúningur (skil líka vanda þeirra sem sitja í lánasúpunni).
En því miður útskrifast allt of margir út úr grunnskóla án þess að kunna almennilega að lesa. Hvenær á að hjálpa þeim á mannsæmandi hátt veit víst enginn almennilega.
Ég auglýsi eftir því sem kallað var tossabekkir hér áður fyrr. þá fengu börnin alla vega annað tækifæri til að ná hlutunum sem þau fá einhverra hluta vegna ekki í dag sem verr standa að þessu leyti.
Hvers konar afgreiðsla það er skil ég ekki. þetta var þróað svona á tímum "ábyrgra" sjálfs. og frams. gæðinga sem ólmir vilja komast að aftur með sína ábyrgð.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2009 kl. 21:26
Anna Sigríður .. nú veit ég ekki hvernig staðan er á stuðning við lesblinda á Íslandi og það má vel vera að það þurfi að bæta úr því. En það er hins vegar allt önnur umræða og þó það sé skólamál þá er það eins og að skrifa athugasemd um handbolta í fótbolta umræðu.
En annars er ég algjörlega sammála Arnþóri, lánin sem LÍN úthlutar eru fáránlega lág. Annað sem mér finnst vanta uppá hjá þeim er að möguleikarnir þegar spurt er um húsnæðismál eru held ég: Í heimahúsi, í eigin húsnæði og svo að leigja. Hvað um það fólk sem býr hjá foreldrum sínum en er kannski að borga 30-40 þúsund krónur heim í mánuði, þetta fólk fær rétt um 50 þúsund á mánuði í námlán (ég er einn þeirra). Ekki veit ég hvernig ég á að fara að þessu.
Jón, 8.9.2009 kl. 22:29
Þekki ekki vel til námslána LÍN nema að því leyti að vinur minn þáði þau á sínum tíma. Sagði hann að þau væru skammarlega lág og hann mætti ekki vinna nokkurn skapaðan hlut, því annars myndu þau lækka... Hvað segir það manni þegar margir vilja vinna með skóla meðan það er á námslánum? Þau séu of lág (og þetta á að vera lán btw ekki gjöf, svo lansupphæð ætti að standa nema nemandi standi sig ekki)... Ef þú mátt ekki vinna nema upphæðin lækki.... hvað gerist þá? Hver er ein af aðal leiðum til þess að vinna án þess að það komi fram í opinberum skjölum? Svört vinna.
Sem segir mér einfaldlega að þetta er of lágt og þú mátt ekkert gera til að hífa þetta upp (Ef ég skildi hann rétt)
ViceRoy, 9.9.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.