Sérkennilegur Landsfundur!

 

Minn fyrsti landsfundur var vissulega öðruvísi en ég átti von á. Í skýrslu þingmanna kom fram ekki bara hverju þeir hafa áorkað á sl. sumri (sem er ekki svo lítið) heldur hvernig þeim hefur liðið með rýting í bakið frá félagsmönnum sínum.

5 mín. í kjör um ný lög fylltist salurinn (A meginn) en tæmdist strax aftur eftir að kosningu lauk. Þó gáfu sumir sér tíma til að fá sér súpu enda heyrðist mér einhver segja, "fyrst ég er nú búin að draga þig hingað villtu þá ekki fá þér súpu".  Einnig ákváðu einhverjir unglingar foreldra 12 manna hóps að kíkja við á þessum tímapunkti. Ekkert af þessu mátti sjá B megin salarins. Afhentir seðlar í kjöri voru 90 en inn komu 91. Allt mjög furðulegt. En að sjálfsögðu urðu A tillögur ofaná. Og auðvitað var þetta allt mjög lýðræðislegt.

Þeir sem höfðu setið fundinn frá upphafi, sem og B megin sátu áfram þar til útséð var að ákveðinn 12 manna hópur og stuðningsmenn hefðu með þessum framgangi breytt hreyfingunni í flokk með því sem einhver kallaði fasistalög og vísa þá til t.d. greinar 11.2.1 ef ég man rétt (þar sem þingmenn eiga að sverja eið.....) ásamt fleiru.

Þegar kom að stjórnarkosningum um sömu stjórn og setið hafði fyrir aukalandsfund og nú með (eftir breytingartillögu) ótakmarkaðan árafjölda í stjórnarsetu, yfirgáfu stuðningsmenn tillögu B salinn og settust fyrir utan. Greinilegt var að einstefna væri í sáttavilja.

Mig langar líka til að segja frá því að 39% studdu tillögu B. Þessi 39% sátu fundinn frá 9:00 og fram að stjórnarkosningum. 59% studdu tillögu A, en af þeim voru kannski 29% á fundinum frá upphafi og eftir að kosningu lauk. Restin sat hjá - og sat að mestu áfram. Dæmi hver sem vill.

Að lokum - fundurinn var hljóðritaður. Þetta með afhenta og innkomna kjörseðla kemur fram á þeim upptökum, sem og má sjá mætingu fólks á myndupptökum ef einhver hefur áhuga á að rengja orð mín.

Til hamingju nýkjörin að mestu gamla stjórn - og gangi ykkur vel.


mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sat ekki þennan fund og er ekki skráður í BH, en undrast mjög málflutning ykkar Gunnars Waage og annarra Heimssýnar-Terminatora.

Mbl segir að 111 manns hafi greitt atkvæði í stjórnarkjöri, -eftir útgögnu ykkar og þingmannanna og stuðnigsliðs, svo hvað ert þú þá að gefa í skyn þegar þú ýjar að því að meðal þeirra aðeins 91 sem fyrr greiddu atkvæði um lagabreytingu hafi verið stór hópur unglinga og annarra sem ekki hafi verið gildir þátttakendur í fundinum en hafi rétt stungið inn hausnum til að greiða atkvæði um lagabreytinguna, - hvaðan komu þá þeir 111 sem voru við stjórnarkjör eftir útgöngu ykkar og þingmanna eftir lagabreytingar? - Og þar af hlaut sá 65 atkvæði þess sem flest atkvæði hlaut.

- Og ætluðuð þið sjálf ekki að setja á fæ félagaslög fyrir BH sem opnuðu öllum, hvar í flokki sem þeir stæðu, leið til að mæta á landsfund og að hver og einn sem mætti gæti með aðeins einu atkvæði sínu stöðvað allar lagabreytingar og stefnubreytingar hreyfingarinnar? Hvernig getur þú þá gert lítið úr einhverjum meintum nokkrum sem stinga inn hausnum bara til að greiða atkvæði gegn þér? - er það ekki akkúrat það sem þið voruð að panta með tillögu B?

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2009 kl. 06:01

2 identicon

Helgi kosninng um lög var bara fólk í sal, og að þeirri kosninngu liðinni fór ca 40% þeirra sem greiddu tilöguni sem vann athvæði sitt ! en síðan kosninng til stjórnar fór líka fram á netinu sem útkýrir muninn á 91 og 111  

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:42

3 identicon

en td kosninngar um lagabreytingar voru að fá ca 16-25 athvæði ! svo þú getur ýmindað þér hvursu fámennur fundurinn var eftir að þingmenn lásu sína yfirlýsingu (og þar sáttu allnokkrir sem greiddu tilögunni sem var feld eftir)! sem var lesinn upp eftir 2 tíma lagabreytingavinnu sem þurfti að fresta umræðum um vegna stjórnarkjörs ! og þingmenn greiddu breytingatillögum athvæði fram að þeim tímapunti !  

en það er bara grunndvalla munur á hugmyndafræði tillagnanna !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:50

4 identicon

EN fæddur er en einn stjórnmálaflokkurinn með ríka grasrót ! og því ber að fagna en ég vill aðra aðferðafræði og fagna því mjög að vera búinn að "hreynsa út" ég allavegna er FRJÁLS  

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Helgi. Þetta er einmitt eins og Grétar tiltók. Stjórnarkosningin var netvædd - enda ekki nema kannski 30 - 40 manns í salnum þegar hún fór fram. Annars er ekki forsenda fyrir því að gagnrýna það sem maður þekkir ekki. Fólk hefði einfaldlega þurft að vera á staðnum til að upplifa þetta. Öðruvísi getur fólk ekki gert sér í hugarlund hvernig þetta fór fram.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Smölun er mjög gamalkunn aðferð, sbr. prófkjör.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Einar - jú, jú smölun er ekkert nýtt fyrirbæri.  Og ekkert ólöglegt við það. Það voru hinsvegar einhverjir erfiðleikar með netkosningu til stjórnar þar sem ekki allir félagsmenn fengu sendann aðgang í tíma.

En ég ætla ekki að hugsa um það - næstu dagar verða sennilega að leiða það í ljós hver staðan verður.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Helgi Jóhann, það er búið að útskýra fyrir þér ástæðuna fyrir muninum á atkvæðafjöldanum, er samt viss um að þú kaupir það ekki frekar ennað sem kemur frá okkur sem styðjum þinghópinn, en ég sé að þú þarft að lesa drögin að samþykktum okkar. Og svo get ég ekki tjáð mig um meinta niðurlægingu Lísu á kjósendum því að ég sé hana ekki, ég les þetta þanneigin að hún er að segja frá hvernig þetta var.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.9.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband