Hin dularfulla Jóhanna.

Niðurstöður í samræmi við samþykktir Alþingis. Þetta er áhugavert. Ég hélt að það þyrfti engar málalengingar og vangaveltur í því sambandi. Annað hvort já eða nei! Samþykkið þið þetta eða ekki? Þetta er auðvitað í hæsta máta dularfullt.

Hvað hefur hún svo á boðstólnum fyrir heimilin? Fyrir áramót. Ég vona að hún sé að tala um næstu áramót. Þessi ömurlegu úrræði sem nú eru fyrir hendi eru mannskemmandi og engum sæmandi. Að þurfa að draga fólk fyrir dómstóla með mál sín útaf kerfishruni bankanna. En þeir sem ættu sannarlega að fara fyrir dómstóla vegna málsins. Hvar eru þeir?

Það hefur mikið verið talað um dómstólaleiðina vegna IceSave og að draga útrásarvíkingana til saka. En eina fólkið sem er dregið fyrir dómstóla er blessað fólkið sem er fórnarlömb ástandsins.

Er ekki komið nóg af, "erum að fjalla um", "er í augsýn" , "er nauðsynlegt" og fleiri svona frösum sem segja okkur ekki neitt og gera ekkert fyrir okkur.

Er ríkisstjórnin til dæmis ekki að átta sig á því að meginhluti þjóðarinnar (þeir sem ekki eru í útflutningi) vill ekki ganga í ESB. Samt er öllu púðri eitt í það og tengd mál.

Aðgerðir takk. Ekki seinna en strax og helst í gær.

Hættu nú að vera svona dularfull Jóhanna. Við viljum frekar svona "straight to the point" umfjöllun á þessum málum.


mbl.is Lausn í Icesave í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóhanna og Össur eru eins og hundar á lóðaríi nuddandi sér utaní ESB, þau ætla að troða okkur í ESB hvort sem við viljum það eða ekki.  Annað virðist ekki skipta þau máli. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þokkalega

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er voðalega sorglegt að horfa upp á vanhæfni ráðamanna. Hvers vegna er ekki dreginn lærdómur af viðbrögðum breta og hollendinga þegar Alþingi fjallaði um málið ? Það heyrðist ekki hósti né stuna í þeim...þeir biðu eftir formlegri niðurstöðu. En okkar fólk, hvað gerir það.... það sýnir látlaust í spilin og gefur undir fótinn með alls konar upplýsingum um linkind okkar.
Það tístir í bretum og hollendingum... þeir fá létt Deja-Vú frá nýlendutímunum... þeir hafa nefnilega hitt fyrir jafn lélega samningamenn áður.

Haraldur Baldursson, 23.9.2009 kl. 08:45

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er alveg ótækt að fá ekki vana og reynda aðila í jafn stór og mikilvæg verkefni. Titillinn ráðherra gerir fólk ekki að hæfileikaríkum sérfræðingi á sviðum samninga. Né öðru ef útí það er farið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.9.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það er ekkert dularfullt við hana Jóku, hún vill í €SB hvað sem tautar og raular, ekki þætti mér ólíklegt að hún og einhverjir aðrir eigi vísa stóla og góð laun við jötuna í Brüssel.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 24.9.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband