Svolítið seinir að fatta!

Er virkilega verið að skoða þetta fyrst núna? Þetta er nokkuð sem virðist hafa legið morgunljóst fyrir mjög lengi. Man eftir að hafa sett þessar vangaveltur, ásamt punktum þeim til stuðnings í ritgerð sem ég gerði í vor. En ekki datt mér til hugar að FME hefði ekki gert sér grein fyrir þessu á þeim tímapunkti. Nema þetta sé bara dæmi um hversu hæg vinnubrögðin eru.

Það segir sig sjálft að þegar há lán eru veitt tengdum fyrirtækjum til þess eins að kaupa hlutabréf í lánveitandi banka þá eru sendar misvísandi upplýsingar til markaðar og verði hlutabréfa haldið uppi.

Hlutabréfamarkaðurinn (sem var) hér á Íslandi var þess utan mjög veikur. Það þýðir að upplýsingar voru takmarkaðar. Og í þannig tilfelli er auðvelt að notfæra sér svona brellur.

Ég tel ógæfulegt að reyna að halda uppi séríslenskum hlutabréfamarkaði, þar sem hann er og verður of smár til að hægt sé að nota þau markaðsáhöld sem fylgjast með gagnsæi hans. Frekar er að skrá hlutafélög á markað hjá norðurlöndunum.


mbl.is FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband