Ögmundi sparkað til að ná samstöðu í ríkisstjórn!

Já - ríkisstjórnin verður að "tala einu máli í Icesave-málinu". Og til þess að svo verði þurfa auðvitað þeir sem fylgja eigin sannfæringu og vilja tala máli fólksins í landinu að víkja úr ráðherrastóli.

Samfylkingin og Jóhanna geta ekki - mega ekki - komast upp með svona miðstýrð einræðis vinnubrögð til að beygja okkur í duftið. Það er ekkert lýðræðislegt við það að þagga niður í kjörnum þingmönnum ef þeir taka ekki "rétta afstöðu" til málefna þjóðarinnar. Eða þeim sagt að boða forföll, kalla til varamenn o.s.frv.

Er þetta það sem við viljum?

Rödd Samfylkingar hefur talað - svo mikið er víst.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Ég hélt að Ögmundur hefði sagt af sér sjálfur, með tilvísan í að þessi stjórn þyrfti að geta talað einni tungu. Heldur þú að hann hafi verið tekinn lögreglutaki og þvingaður til þess að ljúga því að þjóðinni að hann segi sjálfur af sér? Ég verð að segja að mér finnst það virðingarvert af honum að taka þessa ákvörðun, og efast ekki að hann beri hag þjóðarinnar í brjósti. Margt má gagnrýna en er það ekki orðið ljóst að þessu Icesave máli þarf að lenda? Ég skil Ögmund þannig að hann sé að gera þessari stjórn kleyft að klára þetta mál.

Jonni, 30.9.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mætum öll á Austurvöll á morgun kl 13:00 til að mótmæla fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já Jonni - ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér. Hann hafi sjálfur sagt af sér án atbeina Forsætisráðherra. Enda mundi hann ekki segja annað en sannleikanni í þeim málum að mínu mati.  Hann ber virðingu fyrir eigin skoðunum og lætur ekki þvinga sig til afstöðu. En vissulega kom þetta út eins og hann hefði þvælst fyrir samstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli - sem hann sjálfsagt hefur gert.

Áður en almenningur fær nákvæma vitneskju um hvernig þessi "lending" er útfærð þá get ég ekki tjáð mig um hversu sammála ég er því. Ég er mjög skeptísk ríkisábyrgð þessa láns og efins um að hún eigi rétt á sér. Ofan á þetta lán mun svo bætast lán frá AGS - líka á ríkið. Svo öll önnur lán frá öðrum þjóðum.

Ég persónulega er ekki að sjá þetta ganga upp.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.9.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Jonni

útlitið er svart en svona er þetta bara eins og við íslendingar höfum ráðið okkar hag. Lendingin er nú nokkuð ljós; við verðum að fella þessa athugasemd breta um framlengingu ábyrgðarinnar inn í fyrirvarana. Flóknara er það ekki, og bara tittlingaskítur í samhenginu.

Mér finnst að bretar hefðu betur látið það eiga sig að koma með þetta að svo stöddu máli. Þetta er bara undirstrikun á því hverjir eiga síðasta orðið í þessu máli. Súrt epli að bíta í en hvað er annars í stöðunni? Ég sé ekki betur en að við séum skák mát. Heimaskítsmát.

Jonni, 30.9.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - ég er reyndar ekki sammála. Ef við hengjum þessi mál saman: Icesave, AGS og ESB - þá er þetta það eina í stöðunni.

En þessi mál eiga ekki að hanga saman. Eftir að hafa lesið skýrslur um aðkomu AGS annarra ríkja sem átt hafa við fjárhagsvanda að stríða, þá er ég hreint ekki hrifin. AGS er enginn hjálpræðisher - þetta er mjög valdamikið fjármálafyrirtæki með fjölmarga hluthafa. Líkt og önnur fjármálafyrirtæki er aðalhugsun á arðsemi og aukin völd. Það skal enginn segja mér að ákveðin spilling sé ekki til staðar þar sem annarstaðar.

ESB er mjög ótímabær kostur þar sem það eina sem mögulega getur reist okkur við er jákvæður vöruskiptajöfnuður og helst jákvæður viðskiptajöfnuður (sem verður auðvitað ekki ef gjaldeyrir flæðir úr landi til að greiða erlend lán). Að ógleymdum hagvexti. Með sameiginlegri fjármálastórn annarra hagkerfa verður þetta ómögulegt. Með annarri mynt eða föstu gengi, gengur jafnan heldur ekki upp. Þess utan getum við ekki leyft okkur að eyða milljörðum í að styrkja krónuna í ERMII ferli. Plús það að skuldir okkar eru allt of háar (verða of háar ef þetta er látið hanga saman).

Við erum semsagt ekki skák og mát - ennþá.

En ef þetta samhangandi ferli er ekki stöðvað - þá er ég hrædd um að best sé að taka hnakk sinn og hest og flytja úr landi!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.9.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: Jonni

Öll umræða um þetta er svo rosalega lituð og upplituð af flokksrugli og allskyns pólitísku spili að ekki er nokkur leið að átta sig á staðreyndum lengur. Enda sagði Laxness (svo ég endurtaki mig);

"Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls."

Því miður.

Jonni, 30.9.2009 kl. 15:26

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er svo sannarlega rétt hjá þér. Laxness var nú ekki svo vitlaus - og snillingur í að koma skoðun sinni á framfæri í rituðu máli.

Ég á mér þá von að við Íslendingar förum nú að berjast gegn þessu flokksrugli, pólitísku spili og valdabaráttu og setjum trú okkar á einstaklinga í persónukjöri. Einstaklinga sem mega vera upplýstir og ekki háðir foringjanum í einu og öllu. Með þessu flokksskipulagi er orðið ljóst að fólk brýtur frekar í sér tennurnar með því að tyggja kjarnann en að spýta honum út úr sér......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.9.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband